Ef þú ert með mjög föla húð og þá aðallega á veturna þá er þetta eitthvað fyrir þig.
Sjálf er ég með mjög hvíta húð og er bara sátt með það. Ég held einmitt að það versta sem maður getur gert fyrir föla húð sé að reyna endalaust að breyta henni með ljósabekkjum, brúnkukremi og of dökkum farða. Frekar ætti maður að leyfa henni að njóta sín með réttu litunum…
…En það getur samt verið erfitt að finna réttu litina þegar húðin er sem hvítust (á veturna). Hér fyrir neðan eru nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga við val á snyrtivörum fyrir mjög hvíta húð.
- Farði; Vandaðu valið og reyndu eftir bestu getu að velja réttan litartón þó að þú sért komin út í mjög ljósan lit. Svo getur þú alltaf fært smá líf í andlitið með kinnalit eða bronzer. Sama gildir með hyljarann, reyndu að hafa hann örlítið ljósari en meikið sjálft og berðu undir augun og í kringum nef ef þess þarf. Þá ætturu að vera komin með mjög fallegan grunn og getur farið að leika þér með liti á augu og munn.
- Varalitur; Fölbleikir og ferkjulitaðir tónar fara vel við ljósa húð. Ef þig langar að fara úr í skæra liti þá myndi ég passa að setja smá lit í húðina með sólarpúðri svo húðin virki ekki ‘glær’. Sólarpúður er fallegt að setja undir kinnbein og á enni.
- Augnskuggi: Fölir litir eins og kampavínslitir, ljósbleikt, -grátt og -brúnt fer fallega við hvíta húð.
- Kinnalitur: Er besti vinur fölu húðainniar. Kinnalitur gefur okkur frísklegt útlit ef hann er notaður rétt, reyndu samt að halda honum í lágmarki svo að þú náir þessu náttúrulega ‘lúkki’. Aftur er ljósbleikir og ferskju-tónar málið.
- Dökkur maskari: Dökk-svartur maskari getur gert mikið fyrir ljósa húð. Þarna getur þú fengið útrás og fengið þennan postulínsdúkku fíling.
- Blautur eyeliner: Einnig er flott að nota dökkan og afgerandi eyeliner með ljósum augnskugga. Kisueyelinerinn er alltaf klassískur en það getur verið fallegt að ‘smudge-a’ honum yfir efra augnlokið. Þannig er öll athyglin á fínu augunum þínum.
‘Beisikklí’ ættir þú að fikra þig áfram með ljósbleika- og ferskjuliti ásamt hunangstónum. Og á meðan húðin er sem hvítust þá er líklegt að skærbláir og -bleikir litir séu ekki vinur þinn. Þessir skæru litir geta endanlega dregið allan lit úr húðinni þannig að það er sniðugt að geyma þá liti sumars.
Auðvitað á þetta ekki endilega við alla en þetta er það sem mér finnst virka á mína fölu húð.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.