Nýjasta uppáhaldið mitt úr snyrtibuddunni er mjööög dökk-fjólublár mjúkur varalitur frá Yves Saint Laurent sem heitir Rouge Volupté Perle (númer 112)…
…Fyrst þegar ég fékk þennan varalit í hendurnar þá hélt ég að hann yrði bara notaður í sparileg tilefni og þá í frekar dramatíska förðun. En síðan ég eignaðist hann hef ég notað hann endalaust mikið og langmest hversdags! Málið er að þegar ég nota hann hversdags þá ber ég bara mjög lítið á í einu og nota puttann. Svo þegar ég vil dramatíkina þá ber ég hann beint á varirnar og set tvær umferðir.
Hér fyrir neðan læt ég fylgja kennslumyndband með förðunarsnillingnum Lisu Eldridge. Í þessu myndbandi sýnir hún okkur einmitt nokkrar leiðir til að nota dökka varaliti sem líta kannski út fyrir að vera alltof dramatískir og ópraktískir úti í búð.
Tékkaðu á myndbandinu fyrir neðan til að sjá að dökkur varalitur getur verið mjög góð kaup því hann getur þú notað á ótal vegu, til dæmis sem kinnalit!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=7OCes9Eubxs[/youtube]Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.