Ég er ein af þeim sem elskar dökka liti og svart þegar ég er að mála mig og aðra.
Það er því eins og Yves Saint Laurent hafi lesið hugsanir mínar þegar þegar þeir sendu frá sér nýja línu sem ber nafnið New Blacks.
Línan samanstendur af möskurum, eyeliner penna, nokkrum litum af kremuðum-eyeliner og naglalökkum, allt í dökkum og svörtum tónum! Naglalökkin, La Laque, eru sjúklega flott og fljót að þorna. Þau koma í eftirfarandi litum í Limited Edition:
- N°126 – Black Bronze – Svarbronzlitað naglalakk, aðeins of fallegt! N°127 – Black Lapis – Dökk-kóngablátt. N°128 – Black Purple – Dökkfjólublátt. Síðustu tveir henta vel litaglöðum skvísum sem vilja vera aðeins dekkri til tilbreytingar.
- Cream Eyeliner er líka algjört æði og þeir eru fáanlegir í 6 mismunandi litum. Hver og ein ætti að geta fundið einhvern flottan við sitt hæfi og einnig er eyeliner bursti í Limited edition seldur með. Mér finnst best að nota kremaðan og gel eyeliner, en ef einhver kýs það ekki þá er alltaf hægt að fá sér The Eyeliner Pen úr sömu línu, þeir eru auðveldir í notkun og veita fallega áferð.
- Nýi maskarinn heitir Shocking og fæst í heilum sex litum. Hann hefur fengið frábæra dóma… m.a. frá stjörnustílistanum Rachel Zoe.
New Blacks er draumur í dós fyrir alla fagurkera, ég tala nú ekki um þegar maður er harður aðdáandi Yves Saint Laurent fyrir!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com