Það er ótrúlega auðvelt að skapa fallega línu við augnhárin með Artliner pennanum frá Lancôme, hvaða útliti sem maður sækist eftir.
Artliner inniheldur efni sem gera litinn einstaklega sterkan. Hann kemur í flottum svörtum umbúðum og hægt er að nota hann einan og sér eða yfir augnskugga til að skapa ákveðið útlit eins og ég sýndi í þessari færslu.
Penninn er mjög meðfærilegur, hann er einfaldlega hristur fyrir notkun og maður ræður áferðinni og magninu sem kemur út úr honum með því hversu fast maður teiknar. Hann er einfaldlega tilvalinn fyrir þá sem eiga erfitt með að setja á sig eyeliner. Mér fannst líka alveg frábært að það er mjög þægilegt að bera hann á og hann hvorki ertir augnlokin né verður subbulegur við notkun.
Hvort sem þú vilt fá smá skerpu á augun eða þykka línu þá er Artliner með þeim betri sem ég hef prufað!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com