Í dag er oft svo mikið að gera hjá foreldrum en við verðum að passa upp á það sem skiptir okkur mestu máli. Við þurfum að passa að gefa börnunum okkar og uppeldinu góðan tíma.
Til eru hin ýmsu ráð og boðorð þegar það kemur að uppeldi barna en þessi boðorð eru skrifuð Kevin Ryan prófessor og deildastjóra við háskólan í Boston og finns mér þau mjög góð og áhugaverð.
1. Láttu foreldrahlutverkið ganga fyrir
Að ala upp barn og rækta með því mannkosti krefst bæði tíma og athygli. Rannsóknir í kennslufræðum hafa leitt í ljós að lykilatriði góðrar kennslu felst í því að halda nemendum við efnið. Góðir foreldrar láta börnin ganga fyrir.
2. Vertu góð fyrirmynd
Hluti af því að kallast foreldri er að horfast í augu við áskoranir sem við mætum á hverjum degi og takast á við þær sama hversu erfiðar þær kunna að vera en á sama tíma að passa upp á það að vera góð fyrirmynd. Nútíma sálfræði hefur komist að sömu niðurstöðu og reynsla aldanna hefur sýnt að maðurinn lærir fyrst og fremst af þeim fyrirmyndum sem í kringum hann eru. Hann lærir ekki eingöngu að ganga og tala á þann hátt heldur einnig siðferðileg gildi, börn læra það sem fyrir þeim er haft.
3. Berðu ekki ábyrgðina ein
Allir sem umgangast börnin okkar eru fyrirmyndir að einhverju leyti, til góðs eða ills. Þrátt fyrir að foreldrar séu öflugasta fyrirmyndin þá hafa aðrir einnig áhrif á siðferðisgildi og afstöðu barnanna. Systkyni, ættingjar, vinir, kennarar og allir þeir sem að umgangast börnin hafa áhrif á þau og við sem foreldrar verðum að vera vakandi fyrir því hvers konar áhrifum börnin okkar verða fyrir, hvar hægt er að stýra og móta umhverfi þeirra þannig að þau fái að umgangast hið góða. Segðu þína skoðun og hvað þú vilt, ekki sitja bara hjá af því að þú þorir ekki eða nennir ekki því að börnin þurfa á foreldrum sínum að halda.
4. Taktu virkan þátt í skólagöngu barnsins
Foreldrar, fyrst og fremst, rækta með börnum mannkosti en skólar og þá kennarar spila þar stórt hlutverk. Það er mikilvægt að vita hvað er að gerast í skólalífi barnsins þíns, í náminu sem á leikvellinum, í kennslustofunni sem í búningsklefunum. Kennarar verða að vita af áhuga ykkar og finna að þeir hafi ykkar stuðning gagnvart barninu en fyrst og fremst verður barnið að finna stuðning frá foreldrum sínum.
5. Hafðu áhrif á hvað fer inn í huga og hjarta barnsins
Mannkostir fela það í sér að þroska tilfinningu fyrir réttu og röngu, hvað er sterkur einstaklingur og hvað er veiklunda einstaklingur. Auk þeirra manneskja sem barnið umgengst og mótast af þá eru bækur, sjónvarp, tónlist og kvikmyndir sífellt að bera barninu siðferðileg skilaboð. Foreldrar verða að hafa áhrif á hvaða hugmyndir móta huga barnsins.
6. Haltu þig við grunnatriðin
Börn fæðast ekki full af mannkostum eða með fullþroskaða siðferðisvitund. Þau þurfa langan tíma til að læra. Byrjið því ekki með háar væntingar eða miklar kröfur. Kennið grunnatriði eins og heiðarleika, umhyggju og ábyrgð. Þegar börnin vaxa úr grasi beinið þá sjónum að þrautseigju og réttlæti.
7. Agaðu með elskandi huga
Börn þurfa ákveðin mörk. Þau verða fá að vita hvað má og hvað ekki. Þau þarfnast reglna og aðhalds. Þau ganga alltaf lengra en þau mega og brjóta reglur. Skynsamleg ögun er hluti af þroska og námi. Börn verða hinsvegar að skilja hvers vegna ögunin er og vita að uppspretta hennar er elska og umhyggja foreldranna.
8. Notaðu siðfræði
Athafnir ættu ekki að kallast „viðeigandi” eða „óviðeigandi”. Særandi hegðun á einfaldlega að kallast „röng” eða “slæm” hegðun. Hegðun sem stuðlar að vellíðan fjölskyldu eða heill annarra ætti að kallast „góð” eða „rétt”. Börn ná ekki ekki áttum nema að fullorðnir tali það tungumál sem að börn skilja.
9. Takmarkaðu ekki ræktun mannkosta við orðin ein
Börnum verður snemma að lærast að mannkostir eru meira en orðin tóm; „það er eitt að tala um veginn en annað að ganga eftir honum”. Með sjálfsaga, góðum venjum, vingjarnleika og tillitssemi gagnvart öðrum ættu foreldrar að hjálpa börnum sínum að þroska með sér siðferðiskennd. Börnum verður snemma að skiljast að kjarni mannkosta er hegðun, þeirra eigin hegðun.
10 Settu ræktun mannkosta í öndvegi á þínu heimili
Foreldrar og börn búa við margskonar utanaðkomandi áreiti og mikil ásókn er í okkar tíma sem dreifir huganum. Tíðarandinn hrópar stöðugt athygli, tíma og starfsorku. Börnin verða að vita að okkar umhyggja fyrir þeim felst því að þau noti uppvaxtarárin til að auka þrótt og styrk svo þeim auðnist að verða mannkostafólk.
Börnin mín eru það dýrmætasta sem að ég á og eftir að ég varð móðir þá hefur líf mitt snúist algjörlega um þau og finnst mér ekkert skemmtilegra í heiminum en að vera móðir.
Bjarney Vigdís er mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur heilsu, uppeldi, eldamennsku, tísku, förðun, handavinnu, fegrun heimilisins og öðru pjatti. Hún er menntaður förðunarfræðingur og er jafnframt framúrskarandi húsfreyja sem heldur einnig úti sinu eigin bloggi. Hún býr á vesturlandi í litlum bæ ásamt manni sínum og 6 börnum.