Hvort sem að þú ert að leita eftir dramatísku djamm útliti eða náttúrulegu útliti þá geta gerviaugnhár gert mikið fyrir ‘lúkkið’…
Á netinu er að finna aragrúa af upplýsingum og kennslumyndböndum um hvernig best sé að nota slík augnhár. Mikilvægast er nefninlega að kunna að setja augnhárin á sig án þess að þau fari að losna af eða séu skökk…við viljum ekki að augnhárin missi algjörlega marks og fólk taki eftir þeim vegna þess að þau eru svo illa ásett.
Í dag er hægt að nálgast augnhár í öllum stærðum og gerðum þannig að allir ættu að finna augnhár sem fara þeim vel og henta við hvaða tilefni sem er.
Hér er það MAC förðunarfræðingurinn Jennifer C. sem sýnir þér hvernig hún setur á sig augnhár og gefur nokkur góð ráð. Þetta myndband sannar að gerviaugnhár geta líka verið tilvalin í hversdags-förðun.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=CM4xx7vqiOk&feature=relmfu[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.