Förðunin í haust og vetur

Förðunin í haust og vetur

Tískan í förðun fyrir haustið er smekkleg og klæðileg fyrir flestar konur, ekkert svaka flipp í gangi.

redlip

Rauði varaliturinn heldur sessi og þá er mælt með að augnfarði sé í lágmarki til að maður sé ekki OF-málaður. Galdurinn við að setja á sig rauðan varalit er að nota rauðan varablýant til að varaliturinn smitist ekki út fyrir varalínuna. Á dögunum kom mjög flottur rauður varalitur á markaðinn frá NIVEA, hannaður af Chantal Thomas og við getum t.d. mælt með honum.

Þá er líka alltaf klassískt að vera með svartan eyeliner og smá blush við rauðar varir. Eins og hún Angelina hérna:

angelina-main11

Smoky eyes verða áfram í tísku og þá við neutral varir og farða með smá gljáa sem gefur ferskt útlit.

smpky

Metallic litir eru líka að koma sterkt inn og þá bæði á augu og neglur en þeir koma alltaf og fara með reglulegu millibili.

metallic5

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest