Gosh kom með nýja vor/sumarlínu núna fyrir stuttu og inniheldur hún flottar og spennandi vörur!
Ég gerði förðun á sjálfa mig með vörum úr þessari línu og ætla hér á næstu myndum að sýna hvaða vörur ég notaði til að ná þessu “lúkki”.
1.CC krem & púður
Fyrst byrjaði ég á því að setja CC cream frá GOSH sem heitir illuminating foundation á allt andlitið. Þetta CC krem er með létta þekju, er rakagefandi og með sólarvarnarstuðul nr 10. Það jafnar út húðlitinn og gefur húðinni fallegan ljóma.
Mér finnst þetta CC krem mjög gott, það situr létt á húðinni og endist vel út daginn. Mér fannst rosalega flott hvernig húðin ljómaði af þessu kremi, enda er ég hrifin af því þegar húðin er ekki alveg mött en þær sem eru með feita húð gætu sett smá púður yfir til að vera ekki eins gljáandi.
Þá er hægt að nota BB púðrið sem GOSH kom með í nýju línunni, það gerir húðina alveg matta. Það er bæði hægt að nota það með farða eða bara eitt og sér, þá gefur það meiri náttúrulegri útkomu.
3. Primer fyrir augun, algjör snilld
Næst notaði ég nýjan primer frá GOSH sem heitir Prime’n refresh illuminating eye roll on. Hann er ‘fyrsta hjálp’ fyrir þreytt augu,vinnur á dökkum blettum, þrota og baugum. Inniheldur fomúlu sem stuðla að auknu kollageni í húð. Létt kælandi krem-gel með læknastál-rúllu sem heldur gelinu bakteríu-fríu. Mjög frískandi og gerir augnsvæðið ferskt fyrir förðun. Algjör snilld.
3. Smokey eye liner
Eftir CC krem/púður og primerinn fyrir augun setti ég augnblýant á augnlokið og undir augun. Augnblýanturinn sem ég notaði heitir Smokey eye liner og liturinn er 04 smokey blue. Liturinn á honum er dökkblár, rosa flottur!
Hann hefur einskonar svamp á endanum sem hægt er að nota til að dreifa honum út til að línan verði ekki skörp. Eina sem mér fannst að honum var að liturinn hvarf of mikið þegar ég dreifði úr honum og ef ég bætti við þá byrjaði hann að hrynja.
Mér finnst hann hinsvegar frábær til að gera beina línu og hann er líka góður til að nota þegar gerð er smokey förðun, enda heitir þetta Smokey Eye Liner. Þá er hann settur á hálft augnlokið og dreyft úr honum með svampinum, síðan er dökkur augnskuggi settur lauslega þar sem augnblýanturinn var settur (til að festa) og aðeins ljósari fyrir ofan.
4. Darling lashes
Að lokum setti ég maskara eins og venjan er. Ég notaði maskara frá GOSH sem heitir Darling Lashes – extreme volume. Hann er með góðum bursta sem nær að greiða úr augnhárunum og lengir vel en volume’ið hefði mátt standa betur undir nafni. Spurning um að nota margar umferðir.
Yfir það heila verð ég að segja að þessar GOSH vörur koma mér mjög skemmtilega á óvart. Þær eru á frábæru verði og alltaf eitthvað nýtt og flott að koma frá þeim. Sérstaklega mæli ég með því að fylgjast með lökkum og varalitum frá þeim. Meiriháttar litaúrval og ódýrt og gott að kippa með ef þú ert í Hagkaup eða næsta apóteki.
Svanhildur Guðrún sporðdreki sem fæddist árið 1993, sama ár og Spice Girls urðu til. Hún er förðunarfræðingur, útskrifuð úr Reykjavik Makeup School með næst hæstu einkunn úr sínum bekk. Svanhildur hefur óþrjótandi áhuga á förðun og öllu sem henni við kemur, en líka á heilsu, hreyfingu, útivist og Friends. “Friends þáttur á dag kemur skapinu í lag,” er hennar mottó > facebook.com/svanhildurmakeup