Mig langar að sýna hérna jólaförðun sem ég gerði á dögunum þar sem ég lagði áherslu á silfur og glimmer.
Ég var reyndar búin að gera förðunarmyndband með þessari förðun en þegar ég byrjaði að klippa tók ég eftir því að ég var ekkert rosalega mikið í mynd og það sást lítið það sem ég var að gera!
Að sjást ekki í mynd er ekki beinlínis hentugt þegar maður er að taka upp förðunarmyndband þannig ég ákvað bara að tala í gegnum augnförðunina skref fyrir skref. Þið þurfið ekkert endilega að nota sömu vörur og ég, bara nota litina og dótið sem þið eigið í svipuðum tónum en ef þið hafið áhuga setti ég vörulistann með fyrir neðan.
Augunförðunin í 11 skrefum
- -Augnfarðagrunnur settur yfir allt augnlokið
- -Silfurlitaði augnskugginn borin yfir allt augnlok og mýktur vel
- -Skyggt létt með svarta glimmer skugganum (bara í enda augnlokanna)
- -Örlítið af svarta skugganum sett undir augu hálfa leið
- -Öll skil mýkt vel
- -Blautur svartur eyeliner settur ofan á augnlok (við augnhárlínuna) og látinn út í “vængi”
- -Blautur svartur eyeliner settur “inn í” augun.
- -Silfurglimmerið sett ofan á svarta eyelinerinn og glimmerfestir notaður til að festa
- -Maskari eftir og neðri
- -Augnhár límd á
- -“Higlitað” undir augabrúnir með ‘pigmenti’ og inn í augnkróta með hvítum gel augnblýanti.
Vörur:
- Augnfarðagrunnur: Lancome La base 02
- Aungskuggi: Helena Rubinstein wanted eyes color duo, litir: Charming silver og fatal black
- Eyeliner: Make up store cake eyeliner í svörtu
- Glimmer og glimmerfestir: Silfurglimmer og glitter fix gel frá stargazer (fæst á stargazer.com)
- Maskari: Loréal Volume million lashes so couture
- Augnhár: Red Cherry nr 43
- Augnháralím: I envy (fæst í apótekum)
- Pigment: MAC pigment í litnum Vanilla
- Hvíti eyeliner: Inglot eyeliner nr 76
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com