Algengt er að fólk hugsi þröngsýnt þegar kemur að starfi förðunarfræðinga, sér fyrir sér að förðunarfræðingar séu einungis í því að farða konur fyrir árshátíðir eða böll (sem er jú alveg partur af þessu).
Jafnvel halda margir að það sé samansemmerki á milli þess að vera förðunarfræðingur og snyrtifræðingur. Þetta er mjög algengur misskilningur sem mig langar að leiðrétta aðeins hér og leiða þig í sannleikann um starf förðunarfræðinga.
Ef ég fer aðeins yfir í hverju starf förðunarfræðinga felst þá langar mig að taka það fram að þetta er gífurlega víðtækt starf. Það er bæði hægt að sérhæfa sig í eitthverju einu ákveðnu, og einnig hægt að gera allt í bland (eins og margir á Íslandi gera). Hér koma nokkur dæmi um mismunandi störf förðunarfræðinga og hvað er hægt að fókusa á:
Brúðarfarðanir
Kvikmyndabransann (kvikmyndabransinn er gífurlega fjölbreyttur)
Special effect (mikið notað í kvikmyndum, leikhúsum og fl.)
Tísku- og auglýsingabransann
Kennsla
Förðunarblogg
Kynningar og markaðsstörf
Farðanir fyrir fólk í tónlistarbransanum
Vinna í förðunarbúðum
Youtube myndbönd
… og fleira og fleira
Ég held svona almennt séð að það sé ótrúlega gott að reyna að temja sér víðsýni. Oft stend ég sjálfa mig að því að vera þröngsýn þegar kemur að eitthverju sem ég hef ekki nægilega góða þekkingu á. Fólk vill oftar en ekki vel þegar það er að spyrja út hluti en ég held það sé góð regla að reyna að sjá hlutina út frá fleiru en einu sjónarhorni, sama að hverju að snýr.
Hér koma myndir frá mér úr ýmsum áttum frá mér sem sýna fjölbreytileikann á bakvið förðunar starfið:
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com