Það er sjaldan sem ég fer út fyrir dyr án þess að vera með maskara. Það er bara þannig. Þá líður mér betur. Maskari og góður baugafelari geta gert kraftaverk fyrir mig þegar ég skakklappast á fætur á morgnana.
Sem safnari af náttúrunnar hendi nota ég oftast tvær gerðir af maskara til að skipta á milli í staðinn fyrir að nota einhverja eina gerð. Fyrir skömmu fékk ég svo að prófa Silk Fibre Lash Mascara Extensions og er gjörsamlega seld. Ég er ekki förðunarmeistari en hef eins og margar konur mikinn áhuga á góðum snyrtivörum. Ég er líka vonlaus í að setja á mig gerviaugnhár svo þetta er fullkomin lausn til að fá falleg augnhár í nokkrum einföldum skrefum.
Fyrir og eftir. Hér er annað augað með maskaranum.
Í raun er þetta augnháralenging í maskara formi sem bæði lengir og þykkir augnhárin á augabragði. Svo kemur maskarinn og lengingin í fallegri öskju. Þessi maskari er stórkostlegur og er núna minn allra uppáhalds. Sérstaklega þegar maður vill punta sig extra mikið. Fyrir margar gæti verið nóg að nota þennan maskara einungis fyrir fínni tilefni þar sem hann gerir virkilega dramatískt “look”.
Þetta er ekki maskarinn sem maður skellir á sig í bílnum til að setja upp andlit fyrir daginn því það er það er pínulítið ferli að setja hann á. Ég mæli með að maður maskari annað auga í einu í stað þess að fara á milli. Maskarinn þarf að vera blautur svo að fiberinn festist á augnhárunum.
Ferlið er ósköp einfalt en það er svona:
- Setja maskarann vel á augnhárin.
- Strax á eftir er „fiberinn” settur á.
- Önnur yfirferð af maskaranum er sett á augnhárin til að festa fiberinn.
Tarraaaaaaa! Augnháralenging í maskara formi.
Rúsínan í pylsuendanum er sú að til þess að fjarlægja hann þarf einungis volgt vatn og hann rennur af.
Ef ykkur langar að eignast þennan fína maskara þá er Silk Fibre Lash Mascara Extensions meðal annars seldur á snyrti-og naglastofunni Neglur og List og snyrtistofunni Heilsa og Fegurð.
Vatnsberinn Marín Manda fæddist í Danmörku, er alin upp á Íslandi en hefur þó mestmegnis búið í Kaupmannahöfn á fullorðinsárum. Hún hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: markaðsmál, blaðamennsku, útvarp, hönnun og sölu. Hún hefur rekið eigin verslun og er núna í fullu námi í nútímafræðum.
Marín Manda elskar að ljósmynda, hjóla með vindinn í andlitið, þræða nytjamarkaði, skoða innanhúshönnun, ferðast á framandi slóðir og svo er hún nýbúin að uppgötva jóga. Hún er ferðalangur, mikil draumórakona og stundum einum of einlæg. Hún er líka mamma, á tvö dásamleg börn sem heita Alba Mist og Bastian Blær.
Mottó: Kýldu á það!