Reykjavik
18 Mar, Monday
5° C
TOP

Förðun: Uppþvottavél fyrir förðunarburstana – Svo einfalt!

Woman-Left-Paralyzed-After-Using-Friend-s-Makeup-Brushes-a-Cautionary-Tale-477794-2

Loksins er komin á markað þvottavél fyrir förðunarburstana þína. Hversu þægilegt!?

Ég þekki allavega engan förðunarfræðing sem elskar að þrífa förðunarburstana sína.

Lilumia kallast þessi nýja uppfinning. Hún virkar þannig að þú raðar burstunum í vélina og kveikir á og vélin græjar þetta fyrir þig!

Kostir þess að nota Lilumia:

  • Þrífur sýkla og olíur sem safnast á burstana og kemur þannig í veg fyrir að þú fáir útbrot
  • Sparar pening: burstanir haldast lengur góðir
  • Sparar tíma: hægt er að þvo allt að 12 bursta í einu
  • Burstarnir þínir haldast alltaf hreinir og fínir og áferðin á förðuninni verður því alltaf falleg

Lilumia-Paris-Moscow-Device11821251_1600853663500692_1263965219_n

Hér getiði séð hvernig þetta virkar. Verð samt að viðurkenna að mér finnst myndbandið alveg einstaklega hallærislegt, en vélin lúkkar samt sem áður vel:

[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=1_rY8lQYfHc[/youtube]

Vélin fæst á lilumia.com og kostar 127 dollara eða um 16.400 ISK

Mig langar í svona græju!

Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com