Förðun: Uppþvottavél fyrir förðunarburstana – Svo einfalt!

Förðun: Uppþvottavél fyrir förðunarburstana – Svo einfalt!

Woman-Left-Paralyzed-After-Using-Friend-s-Makeup-Brushes-a-Cautionary-Tale-477794-2

Loksins er komin á markað þvottavél fyrir förðunarburstana þína. Hversu þægilegt!?

Ég þekki allavega engan förðunarfræðing sem elskar að þrífa förðunarburstana sína.

Lilumia kallast þessi nýja uppfinning. Hún virkar þannig að þú raðar burstunum í vélina og kveikir á og vélin græjar þetta fyrir þig!

Kostir þess að nota Lilumia:

  • Þrífur sýkla og olíur sem safnast á burstana og kemur þannig í veg fyrir að þú fáir útbrot
  • Sparar pening: burstanir haldast lengur góðir
  • Sparar tíma: hægt er að þvo allt að 12 bursta í einu
  • Burstarnir þínir haldast alltaf hreinir og fínir og áferðin á förðuninni verður því alltaf falleg

Lilumia-Paris-Moscow-Device11821251_1600853663500692_1263965219_n

Hér getiði séð hvernig þetta virkar. Verð samt að viðurkenna að mér finnst myndbandið alveg einstaklega hallærislegt, en vélin lúkkar samt sem áður vel:

[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=1_rY8lQYfHc[/youtube]

Vélin fæst á lilumia.com og kostar 127 dollara eða um 16.400 ISK

Mig langar í svona græju!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest