Í deginum eru 24 klukkutímar. Stundum væri þægilegt ef þeir væru aðeins fleiri. Ég veit hvað ég myndi gera við þessa aukalegu klukkutíma.
Einhver myndi kannski taka til í fataskápnum, hreinsa til í garðinum, bjarga fólki úr sjálfheldu uppi á fjallstindum. Ég myndi skoða make-up blogg. “Göfugri” iðja yrði það ekki.
Það skemmtilegast sem ég geri er að skoða blogg-síður hjá sminkum. Úr myndatökum, dagsdaglegar farðanir, vangaveltur um innihald og endingu, notkun og bestu ráðin. Mikið af þessu hef ég lært að gera áður, séð hundraðfalt margar útgáfur af því hvernig skuli setja á sig eye-liner. Ég gæti talist útskrifuð úr förðunarskóla internetsins, verst að það er erfitt að setja það á ferilskrána…
Hér er nokkrar af mínum uppáhalds bloggum og you-tube meisturum sem ég fylgist reglulega með:
Linda Hallberg
Ung, sænsk og brjáluð með pensilinn. Ófeimin við að prufa nýja hluti og litadýrðin sem hún skapar er mögnuð. Svo fer hún bara heim í strætó og drekkur kamillute með þá allra svakalegustu skyggingar sem ég hef séð. Uppáhalds viðverustaðurinn minn á internetinu.
Linda bloggar hér
Pixiwoo
Systurnar Samantha og Nicola eru báðar farsælir make-up artistar sem hafa unnið og starfað með öllum sem heita frægir. Þær sameinast í Pixiwoo og senda frá sér kennslumyndbönd á youtube. Þar taka þær að sér mismunandi útlit, frá því hvernig eigi að gera vellandi sár yfir í að endurgera útlitið sem Angelina Jolie sportaði á rauða dreglinum. Þær eru yndislegar og skemmtilegar en ávallt fagmannlegar. Þarna eru magnaðir hæfileikar.
Þær halda líka úti heimasíðu sem er gaman að skoða og lesa nánar um hvað þær eru að gera.
Hér er kynningarmyndband með samatekt af þeirra vinsælustu útlitum.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=4bMB3261GPQ[/youtube]
Kandee Johnson
Hún heitir Kandee (borið fram Candy) og hún elskar allt bleikt, glimmerað og glossað. Hún er eiginlega bara kærleiksbjörn og yndislegt að fylgjast með henni. Hún er einstæð 4-barna móðir sem leggur mikið á sig til að gera make-up myndbönd og gefa innsýn inn hið fjölbreytilega starf make-up artista í Hollywood þar sem hún hefur starfað lengi. Kandee hfur dálæti af því að klæða sig upp í búninga og er Gangnam-style lúkkið hennar eitt það fyndnasta og flottasta sem ég hef séð. Vert er að fylgjast með Kandee. Bloggið hennar má finna hér.
Hér breytir Kandee sér í Marie Antoinette
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=slLZooklCp8[/youtube]
Ef þið hafið svo ennþá meiri frítíma verð ég að mæla með Pinterest. Þar gæti ég setið og rúllað í gegnum make-up síðuna dögum saman. Ég veit ekki hvort ég myndi standa upp til að fara á klósettið, líklegast ekki. Pinterest má finna hérna.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.