Förðunin spilar ávallt stórt hlutverk í heildar’lúkkinu’ sem hönnuðir setja saman fyrir tískuvikur…
…Hún þarf auðvitað að passa vel við flíkurnar svo að lokaútkoman verði sem allra best á tískupöllunum. Nokkrir hönnuðir lögðu mikla áherslu á varirnar í tengslum við förðun þegar þeir frumsýndu sumar 2013 línurnar sínar nýlega.
Þá mátti til dæmis sjá bleikar og appelsínugular varir hjá Holly Fulton á meðan Jonathan Saunders valdi dökkar ‘burgundy’ litaðar varir til að fylgja sinni línu.
Hér fyrir neðan er smá samansafn sem sýnir nokkur falleg ‘lúkk’ fyrir næsta sumar!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.