Hér fyrir neðan eru 10 uppáhalds Youtube skvísurnar sem ég fylgist með á Youtube.
Allar eiga þær það sameiginlegt (fyrir utan eina) að vera förðunarfræðingar sem sýna og fjalla um förðun, tísku, húðumhirðu og fl. Mér finnst eins og þekki þær allar og þær séu allar vinkonur mínar (creepy).
1. Tanya Burr : Ég elska að horfa á videoin hjá þessari stelpu. Hún notar svipað makeup og ég og er með mjög svipaðan makeup stíl líka. Hún er alltaf í góðu skapi og algjört krútt. Hún er mágkona Pixiwoo systranna (þær eru einnig frægar fyrir youtube myndböndin sín og standa fyrir Real Techniques burstunum). Ég fer alltaf í gott skap þegar ég horfi á videoin hennar því hún er alltaf svo happy. Hún er nýbyrjuð með sýna eigin makeup línu (naglalökk og glossa) sem kallast Tanya Burr cosmetics.
https://www.youtube.com/user/pixi2woo/videos
2. Nicole Gurriero: Þessi stelpa elskar makeup, hár og að mála sig. Hún er mjög skemmtilegur karakter, shopaholic og á allt. Hún elskar glamorous makeup og málar sig alltaf frekar mikið.
https://www.youtube.com/user/nguerriero19/videos
3. Lisa Eldrigde: Fagmanneskja fram í fingurgóma. Hún er ótrúlega klár og ótrúlega reynslumikill förðunarfræðingur sem veit nákvæmlega hvað hún er að gera. Hún er þekkt fyrir að farða fyrir blöðin og rauða dregilinn. Sjúklega vandvirk og gerir allt 100%. Hún fær einnig að hanna vörur fyrir stóru snyrtivöruframleiðendurnar.
https://www.youtube.com/user/lisaeldridgedotcom/videos
4. Jenna Marbles: Þessi stelpa eru sú eina á listanum sem ekki er förðunarfræðingur. Þessi gella er þekkt fyrir húmorinn sinn og er ein sú fyndasta. Ég elska svarta húmorinn hennar og hlæ alltaf að henni.
https://www.youtube.com/user/JennaMarbles/videos
5. Pixiwoo: Sam og Nic standa á bakvið þetta nafn. Ég hef fylgst með þeim hvað lengst. Þær eru hausinn á bakvið Real Techniques burstana sem slegið hafa í gegn um allan heim. Ég hef fylgst með þeim þróast og stækka í gegnum árin. Þær eru báðar mjög færir förðunafræðingar og skemmtilegar.
https://www.youtube.com/user/pixiwoo/videos
6. Promise Phan: Þessi er fáránlega klár. Hún hefur sérhæft sig svolítið í transformation förðun. Hún getur breytt sér í hvað sem (hún er með tvær youtube rásir, önnur undir nafninu Promise Phan og hin undir nafninu dope211)
https://www.youtube.com/user/dope2111/videos
7. Michelle Phan: Michelle er mjög klár og ótrúlega jákvæð stelpa. Það er gaman að fylgjast með henni. Hún er með sýna eigin förðunarlínu sem kallast EM-cosmetics. Það eina sem truflar kannski smá er hvað hún er væmin.
https://www.youtube.com/user/MichellePhan/videos
8. Chloe Morello: Chloe er áströlsk bjútí bomba. Hún er sjúklega sæt og gerir ótrúlega hot makeup.
https://www.youtube.com/user/ChloeMorello/videos
9. Dulce Candy: Ég dett stundum í að horfa á myndböndin hennar. Hún er svona týpan sem á allt OG er rosalega sæt. Myndböndin hennar eru samt oft full löng fyrir minn smekk.
https://www.youtube.com/user/DulceCandy87/videos
10. Charlotte Tilbury: Charlotte er breskur förðunarfræðingur og vinnur með öllum helstu celeb-unum, hún hefur margra ára reynslu í bransanum og er með sýna eigin förðunarlínu sem er orðin mjög vinsæl en línan kallast einfaldlega Charlotte Tilbury. Það er mjög gaman að fylgjast með henni. Það fer samt sem áður í taugarnar á mér hvernig hún talar (það er bara ég) og svo notar hún nánast bara makeup úr hennar eigin förðunarlínu (kannki skiljanlega)
https://www.youtube.com/user/ctilburymakeup/videos
Áhugasamar geta skoðað mitt Youtube hér.
Youtube er svo einfalt og þægilegt. Eins og eflaust margir vita þá er hægt að “subscribe-a“ eða gerast áskrifandi að ákveðnum Youtube rásum með því að sella á “subscribe“ hjá viðkomandi. Þá sér maður myndböndin hjá fólkinu sem maður fylgist með leið og þau koma inn.
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com