Að þrífa förðunarburstana sína er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir – en mikilvægt er að gera það reglulega!
Bakteríur myndast í burstunum með tímanum og ef burstarnir eru þrifnir reglulega endast þeir mikið betur. Það er misjafnt eftir notkun hversu oft þarf að þrífa þá, en gott er að djúphreinsa þá allavega einu sinni í mánuði.
Hægt er að kaupa burstasjampó í förðunarbúðum, en það er líka hægt að búa til burstasápu úr uppþvottalegi og ólívuolíu. Uppþvottalögurinn leysir upp fitu og er sótthreinsandi og ólívuolían nærir burstana og gerir þá silkimjúka.
Einn partur af uppþvottalegi á móti einum parti af ólívuolíu. Mér fannst þæginlegt að setja sápuna á disk og dunda mér yfir sjónvarpinu að hreinsa burstana uppúr þessu, síðan fór ég bara með alla burstana og skolaði þá í vaskinum – mikilvægt er að passa að skola þá extra vel svo að ólívuolían náist alveg úr.
Gott er að láta burstana þorna á handklæði og passa að þeir vísi ekki upp svo að vatnið leki ekki niður í burstann.
Svanhildur Guðrún sporðdreki sem fæddist árið 1993, sama ár og Spice Girls urðu til. Hún er förðunarfræðingur, útskrifuð úr Reykjavik Makeup School með næst hæstu einkunn úr sínum bekk. Svanhildur hefur óþrjótandi áhuga á förðun og öllu sem henni við kemur, en líka á heilsu, hreyfingu, útivist og Friends. “Friends þáttur á dag kemur skapinu í lag,” er hennar mottó > facebook.com/svanhildurmakeup