Less is more er frasi sem hefur verið ansi langlífur í heimi tísku, hár og förðunar.
Við leitumst endalaust við að ná hinu ,,náttúrulega” útliti með nude-lituðum vörum, léttri brúnleitri skyggingu og daufum kinnalit sem minnir helst á skammtíma útiveru. Við viljum vera frískar og fallegar, eins og við höfum bara vaknað svona og helst má enginn vita að það fór heilmikil vinna í andlitið. Hugmyndafræðin um náttúrulega fegurð er í sjálfu sér góð, enda er þetta útlit sem hentar nánast öllu og með örlítilli æfingu ætti hver sem er að geta endurskapað það.
Hinsvegar eru til konur sem snúa hugtakinu við og þá gildir aðeins eitt: less is bore. Þar er aldrei neitt sem heitir of mikið, heldur má alltaf á sig blómum bæta (lesist: kinnalit)
Þar sem að ég er mikil áhugakona um allt sem tengist förðun og útliti, finnst mér áhugavert og í raun heillandi að til séu konur sem aðhyllast þá hugsun að engin takmörk séu fyrir því hversu langt þær geta komist með augnblýantinn.
Einn af þeim stöðum sem hylla sterka og umfangsmikla förðun er Líbanon. Þetta land sem áður þótti vinsælasti ferðamannastaðurinn á Mið-Austurlöndum, hefur ríka menningu og hefur glamúr ávallt verið einkennandi fyrir líbanskar konur. Höfuðborgin Beirút var kölluð París Austursins, og ekki án ástæðu enda glæsileg borg.
Líbanskar make-up aðferðir eru vel þekktar í snyrtiheiminum og fara ekki fram hjá neinum, enda allt nema lágstemmd útlit. Mikill farði, skarpur kinnalitur, hnausþykk gerviaugnhár, afmarkaðar augabrúnir og augnskygging sem telur í tugum laga er dagsdaglegt útlit hjá líbanskri konu.
Ég hef fyglst með nokkrum líbönskum make-up artistum á miðlum eins og Instagram og hefur það verið virkilega áhugavert.
Magnið af vörunum sem þeir notast við er stjarnfræðilegt, og ekki fyrir viðkvæma. Samtímis er þeir ákaflega hæfileikaríkir og það skal viðurkennast að þrátt fyrir að þessar konur gætu talist á fallegri íslensku ,,meikdollur” þá er ég hugfangin af útliti þeirra og get ekki slitið mig frá.
Hér er nokkrar glæsilegar líbanskar konur, og skarta þær líkt og sjá má á myndunum, heilmiklu magni af make-up. Sá sem gerði öll þessi útlit heitir Samer Khouzami og er líbanskur make-up artist.
Eðlilega er þetta ekki útlit fyrir alla, en það er ótrúlega gaman að sjá hvernig normið fyrir útliti er öðruvísi annarsstaðar í heiminum. Látum ekki fyrirfram ákveðnar hugmyndir um förðun trufla okkur, ef við finnum á annað borð löngunina til að taka förðunina upp á næsta stig.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.