Við rákumst á þessar myndir af förðunarvinnu hinnar ísraelsku Tal Peleg en konan er sannkallaður snillingur með penslana svo ekki sé meira sagt.
Hún framkallar agnarsmá listaverk á augnlokin en svo er líka hreint dásamlegt að sjá Halloween förðun frá henni eða annað sem hæfir stærri tilefnum.
Sjón er sögu ríkari. Nú er spurning hvort naglaskrautið hætti og við förum bara á fullu í að skreyta augnlokin með ævintýralegum hætti?
Tal Peleg er á Instagram og Facebook .
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.