Fegurðarleyndarmál Kate Middleton hafa lengi verið áberandi í fjölmiðlum en á dögunum sást hún skarta nýjum og dekkri augabrúnum.
Í kjölfarið fór fólk að velta fyrir sér hvort hún hefði notast við fastan augnbrúnalit eða látið húðflúra þær, en leyndarmálið er einfalt-
Augnskuggi frá Bobbi Brown sem heitir Saddle sem hún setur í brúnirnar með þar til gerðum bursta.
Liturinn er brúngrár og hentar því einstaklega vel til þess að fylla upp í augabrúnir, enda hefur merkið gefið út nýtt augnbrúnasett sem inniheldur meðal annars þennan lit.
Þó dekkri augabrúnir Kate hafi vakið mikla lukku hjá sumum þá fannst ekki öllum þetta uppátæki hjá henni sniðugt þar sem að sumum þótti hún dekkja augabrúnirnar of mikið og gera þær of ónáttúrulegar.
Þess má geta að Kate hefur um langt skeið verið fastagestur hjá Bobbi Brown í Peter Jones búðinni á Sloane torginu í London.
Þar fær hún reglulega förðunarráð, kaupir vörur og fékk meðal annars ráðgjöf fyrir brúðkaupið sitt og Vilhjálms Bretaprins enda er merkið þekkt fyrir það að vilja kenna kúnnum sínum að verða sínir eigin förðunarfræðingar og veita góða förðunarráðgjöf.
Aðrar vörur sem Kate notar daglega eru Corrector og Concealer Kit sem hægt er að lesa um hér, Hydrating Eye Cream augnkrem, varablýantur í litnum Brownie Pink og fölbleikur, náttúrulegur varalitur, allt frá sama merki.
Skoðið myndirnar.
Fyrir þær sem vilja kynna sér betur vörurnar frá Bobbi Brown þá eru þær seldar í Hagkaup Smáralind og Lyf og Heilsu í Kringlunni.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com