Augnskuggapallettur eru eins og skartgripaskrín snyrtitöskunnar. Hjá allflestum merkjum er hægt að kaupa tilbúnar pallettur með nokkrum litum og hjá flestum stærri snyrtivörumerkjunum er oft hægt að kaupa staka liti og setja í tómar pallettur.
En hvernig á að velja sér og nota tilbúna augnskuggapallettu?
Margir nothæfir litir: Það er aldrei sniðugt að velja sér heila pallettu út frá einum lit sem maður notar á meðan hinir safna ryki. Passaðu því að þú getir notað alla litina.
Grunnlitir: Þeir skuggar sem margar konur nota til daglega innihalda annarsvegar náttúrulega liti og hinsvegar dekkri “smokey” liti fyrir kvöldfarðanir. Náttúruleg palletta ætti að hinnihalda ljósa kampavíns-, gráa og brúna liti (og allavega einn sanseraðan lit) á meðan dekkri pallettan ætti að innihalda svartan/dökkbrúnan og gráa tóna. Svo er alltaf gaman að velja liti eftir því hvernig þeir draga augnlit viðkomandi fram. Til dæmis fjólubláa tóna á græn augu, kopartóna á blá augu og svo framvegis.
Notaðu rétta liti saman: Þú þarft auðvitað ekki að nota alla í einu. Klassískt er að nota ljósan-, miðlungs- og dökkan tón í einu. Það er líka hægt að nota dökku litina sem eyeliner.
Tónaðu liti niður: Ef þú ert ekki viss um hvernig þú átt að nota skæra eða dökka liti, þá geturðu tónað þá niður með ljósari og hlutlausari lit.
Næst þegar þig vantar nokkra augnskugga, farðu þá á stúfana og finndu þér fallega pallettu í stað þess að kaupa nokkra staka liti- Það marg borgar sig!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com