Förðunar rútínan mín síðustu daga samanstendur af miklum einfaldleika. Húðin mín hefur af einhverjum ástæðum verið í einstaklega góðu standi og ég hef ég því nýtt mér það og leyft andlitinu að “anda” svolítið.
Mér finnst samt alltaf jafn gaman að mála mig þegar sumarið nálgast. Því þá verður allt léttara og ferskara.
Þessi hyljari er eitt mesta gull sem fundið hefur verið upp á. Ég elska hann meira og meira með hverjum deginum. Hyljur svo fullkomlega og hefur fallegan ljóma. Ég ber þennan undir augu og aðeins á roðann í kinnunum. Þessi töfrahyljari heitir Magic conceler og er frá Helenu Rubinstein.
Ég nota svo þennan púðurfarða frá Chanel. Dusta létt yfir andlitið. Hægt er að stjórna þekjunni með því hversu mikið er sett á. Eins og ég nefndi áðan þá hefur húðin mín verið í rosa góðu jafnvægi og mér hefur því alveg dugað að setja bara smávegis til að jafna örlítið húðlitinn.
Þennan highliter frá MAC, ber ég svo á kinnbeinin til að að fá ljóma á kinnbeinin. Liturinn heitir Pearl.
Ferskjulitaður kinnalitur frá Loréal gefur ferskt yfirbragð (litur: “Apricot”)Ég hef lítið gert fyrir augabrúnirnar mínar annað en að greiða í gegnum þær með þessu geli frá Anastasia Beverly hills. Það hentar ágætlega á meðan ég er að safna mínum.
Ég nota svo augnskugga í litnum Mulch frá MAC og ber undir og örlítið á augnbeinið og læt skuggann eyðast vel út. Þessi augnskuggi hefur verið minn uppáhalds frá því að ég keypti hann fyrst fyrir um ári síðan.
Þennan eyeliner frá MAKE UP STORE hef ég notað endalaust upp á síðkastið. Hann er svo svartur og góður og helst svo vel á. Ég nota hann á ofan á augnlokin (alveg við augnhárin) og svo örlítið undir líka og mýki vel.
Ég enda svo á að bera á mig kolsvartan Falsies maskara frá Maybelline en maskarar frá þessu merki hafa alltaf reynst mjög vel enda þeirra helsta tromp.
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com