Svokallað “Strobing lúkk” er förðunaræði sem hefur orðið mjög áberandi nú upp á síðkastið.
Hugmyndin á bakvið þetta lúkk er svo sem ekki ný af nálinni en lúkkið hefur engu að síður verið vinsælt. En hvað er strobing?
Strobing snýst einfaldlega um að ná fram hámarks ljóma húðarinnar. Það er gert með því að nota eingöngu highlite tækina og örlítið af kinnalit. Öllum skyggingum er sleppt í þessu lúkki.
Hér kemur smá uppástunga um hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki:
- Byrjaðu á því að bera á þig primer eða krem sem innihedur ljóma. Strobe kremið frá MAC er tilvalið fyrir þetta lúkk (fæst í MAC kringlunni)
- Veldu næst farða sem gefur húðinni ljóma, eins og til dæmis Lumi frá Lóreal (fæst í Hagkaup)
- Næst tekur þú hyljara og hylur þau svæði sem þurfa á því að halda. Þessi hyljari er frá Bobbi Brown (fæst í Hagkaup)
- Nú er komið að aðal atriðinu, þ.e. að koma ljóma á andlitið. Í þessu skrefi þá eru öll þau svæði sem ljósið glampar á í andlitinu hæ-lætuð: Kinnbein, svæðið undir augabrúnum, augnkrókar, efri vör, smá á enni, nefið og hökuna. Highliterinn Mary-Lou manizer frá The Balm er tilvalinn að nota í þetta lúkk (fæst inn á akila.is)
- Settu örlítið af krem kinnalit á kinnanar og þá er förðunin klár. Þessi kinnalitur (nr. 5) er frá Bourjois og fæst í Hagkaup. Mjög góður!
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com