Það sem mér hefur fundið svolítið áberandi í förðunartískunni upp á síðkastið eru skyggðar varir (ombre varir) í allskonar útfærslum.
Mikið af förðunarskvísum út í heimi hafa verið að gera þessa förðun og útkoman verður sjúklega flott. Mér finnst þessi förðun alveg tilvalin fyrir veturinn þar hún gefur smá drama. Einnig finnst mér trendið einstaklega skemmtilegt, pínu 90′ fílingur í því.
Ég gerði mína útgáfu af þessari förðun þar sem ég tónaði hana aðeins niður og gerði hana meira ”wearable” svona fyrir hversdagslífið. Það geta allir framkvæmt þessa förðun, en hún gefur skemmtilega tilbreytingu.
- Ég byrjaði á því að móta varirnar með ljósbrúnum varalitablýanti og mýkti blýantinn (Gosh velvet touch lipliner – Nougat crisp).
- Næst notaði ég varalitablýant í dekkri lit í kantana og hornin og mýkti hann einnig mjög vel (Stargazer khol -22)
- Ég setti svo dökkfjólublánn blýant (augnblýant) til að dýpka kantana enn þá meira (MAC eye khol – prunella)
- Ég setti svo nude varalit (dekkri litinn) yfir allar varinar (Maybelline – Tantalizing taupe 725)
- Ég endaði á því að setja ljósa varalitinn á miðjar varirnar og svo smá gloss yfir (bara í miðjuna) (FM glossy lipstick – shiny nude & Maybelline gloss)
Það er hægt að gera allkyns útfærslur af þessari förðun, ef þið treystið ykkur t.d. ekki í blýantinn, getiði sleppt honum og sett bara dökkan varalit á allar varirnar og svo ljósari varalit í miðjuna og svo framvegis.
Það er hægt að leika sér með þetta á ótal vegu. Hér getiði séð nokkrar fallegar myndir af þessari förðun í mismunandi útfærslu:
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com