Silfrað, grafískt og dramatískt. Svona myndi ég lísa förðuninni hjá Armani Privé (Couture), haust 2012…
…Það eru einhver 20’s áhrif í ‘makeuppinu’ og hárið var gert bylgjað og glansandi í stíl! Silfraður og svartur augnskuggi var settur vel í augnkrókinn og dreginn alveg út í hárlínu á mjög skemmtilegan hátt. Húðin var þá gerð einstaklega gallalaus og slétt og varirnar hafðar mjög hlutlausar svo að augun myndu fanga alla athygli.
Skemmtilegt lúkk sem hentar vel á tískupallinn…
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.