Á sumar 2013 sýningunni hjá Christian Dior mátti sjá litríka augnförðun skreytta glitrandi semilíusteinum. Þessi förðun minnir mig bara á áramótin sem nálgast óðfluga…
…Áramótin eru einmitt tíminn til að leika sér með förðunina og fara smá “yfir strikið” að mínu mati. Það var förðunarfræðingurinn Pat McGrath sem fullkomnaði lúkkið á Dior sýningunni með þessari litríku og áberandi kisulaga augnförðun.
Pat segir mikla vinnu á bakvið förðun að þessu tagi.
Það tók óralangan tíma að líma svona marga Swarovski kristalla á allar 55 fyrirsæturnar. Við byrjuðum að líma kl 8:30 um morguninn en sýningin hófst kl 14:30. Með svona mikilfenglegri augnförðun þá þarf ekkert mikið meira! Hárið var einfaldlega sleikt aftur og varirnar hafðar hlutlausar.
Svona steina er til dæmis hægt að nálgast í Makeup Store. Þá er hægt að líma þá á með gerviaugnháralími og auðvitað er hægt að nota færri steina er mátti sjá á Dior sýningunni.
Myndir fengnar að láni frá Style.com.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.