Ég hef tekið eftir því undanfarið á mörgum tískumyndum að augabrúnirnar hafa oft verið frekar ljósar og svo dekkri þegar komið er að hæsta punkti og mjög dökkar í endan.
Það er ótrúlegt hvað ég gett eytt mörgum stundum í að horfa á youtube make up kennslu myndbönd, alltaf að læra eitthvað nýtt, sjá aðra tækni og fá hugmyndir. Reglulega verða systurnar sem kalla sig Pixiwoo fyrir valinu, um daginn var Sam að gera “ombre” augabrúnir og varir. Mér fannst þetta heppnast mjög vel með augabrúnirnar.
Ég ákvað að prófa sjálf og smella nokkrum myndum, ég er alveg nokkuð ánægð með þetta útlit. Skemmtilegt og aðeins léttara en að dekkja og fylla alveg uppí brúnina. Ég er samt sjaldan með mínar dökkar, ég á það til að aflita mínar eða setja sama lit og hárið mitt er. Þegar þær eru aflitaðar get ég svo leikið mér með alla liti regnbogans.
Þegar ég var að prófa “ombre-ið” ákvað ég samt að hafa þetta svolítið rauðtóna til að passa við hárið. Ég notaði Tri Brow og Duo Brow frá Make Up Store, Duo Brow er mjög hentugur fyrir rauðhærða. Tri Brow gengur fyrir flest alla aðra og hentar sérstaklega vel fyrir svona dútl enda 3 litir til að nota í sama boxi. Ótal fleiri merki eru með svipuð augabrúna kit.
Ég byrjaði á ljósasta litnum og setti örlítið af því fremst í brúnina til að fá smá form. Síðan tók ég dekkri rauðtóna litinn og setti í neðri línu til að byrja móta, ég notaði hreina maskaragreiðu til að dreifa úr litnum og greiða upp, næst mótaði ég hornið mitt. Að lokum blandaði ég aðeins svarta litnum úr Tri-Brow með í endann.
Svo til að fínpússa þetta aðeins setti ég litað augabrúnagel í endann, þar sem mín hár eru aflituð í augnablikinu…
Kíktu á myndirnar:
Katla lærði tísku og ljósmyndaförðun hjá Línu Rut haustið 1994. Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist förðun, húð, tísku,útliti og hönnun. Katla hefur einnig sótt ljósmyndanámskeið, lært fatahönnun og saum og lokið einkaþjálfaranámi.
.