Á dögunum gaf Bobbi Brown út nýja línu sem ber nafnið Miami Collection. Bobbi Brown hannaði línuna með það í huga að hver sem er gæti hæglega skapað hið fullkomna frísklega sumarútlit með æðislegum vörum.
Í línunni má finna snyrtivörur í gylltum-, bleikum- og kóraltónum.
Kremaugnskuggar
Kremaugnskuggarnir eru sanseraðir hannaðir fyrir auðvelda ásetningu og frábæra endingu. Hægt er að nota þá bæði eina og sér og sem grunn fyrir aðra augnskugga og annaðhvort er þar til gerður bursti með gervihárum eða puttar notaðir við ásetningu. Þeir koma í 4 litum í nýju línunni, Copper, Bronze Sugar, Nude Beach og Candlelight (limited edition).
Varalitir
Ekki bara fallegir litir, heldur bæta þeir líka þurrk, næra varirnar og innihalda SPF 20 sólarvörn. Koma í 4 nýjum tónum, Peach Sorbet, Pink Seashell, Sunset Beach og Orchid Pink.
Bobbi Brown Beach Fragrance
…kemur í nýrri flösku fyrir sumarið. Æðislegur sumarilmur sem inniheldur Jasmínu, sjávarsprey, mandarínukeim. Svo kemur einnig sanseruð, ilmandi líkamsolía með sömu lykt og Beach Fragrance en mildari. Nærir húðina og gefur henni fallegan ljóma með sanseringu.
Shimmering Cheek Glow
Algjör nauðsyn í sumar! Sanserað púður sem gefur húðinni ljóma og sanseringu. Silkimjúkt, auðvelt að setja á andlitið og má einnig nota á augu! Kemur í 2 litum, Gold og Miami 2.
Ég málaði Liv Elísabetu, fyrirsætu hjá Elite með vörum úr Miami Collection.
Vörurnar sem ég notaði voru:
FYRIR HÚÐINA – Corrector: Porcelain Bisque. Concealer: Porcelain. Tinted Moisturizer: Albaster Tint. Bronzing Powder: Light.
Á KINNAR- Pot Rouge: Calypso Coral. Shimmering Cheek Glow: Miami 2.
AUGUN- Cream Eyeshadow: Candlelight+Nude Beach. Eyeshadow: Blonde 21. Gel Eyeliner: Espresso Ink. Everything Mascara
VARIR- Treatment Lip Shine: Peach Sorbet
Miami Collection er kjörið fyrir þær sem eru að leitast eftir fersku og flottu útliti á sem einfaldastan hátt. Bobbi Brown er selt í Hagkaup Smáralind og Lyf og Heilsu Kringlunni.
__________________________________________________________
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com