Hung Vanngo lærði að teikna og mála sem barn í Víetnam. Í dag er hann vinsæll og einstaklega fjölhæfur förðunarfræðingur sem lýsir starfi sínu sem listgrein þar sem striginn er einfaldlega manneskjan sem hann farðar…
…Hung Vanngo vinnur mest í tískugeiranum enda er tíska eitt af hans helstu áhugamálum ásamt myndlist og auðvitað förðun.
Verk hans hafa birst á síðum Allure, ELLE, I-D, Dazed & Confused, Harper’s Bazaar og Vogue svo eitthvað sé nefnt! Einnig hefur hann farðað stjörnur á borð við Julianne Moore, Gwyneth Paltrow, Anne Hathaway, Milla Jovovich, Kirsten Dunst, Mary Kate & Ashley Olsen og Rooney Mara…frekar öflugur ferill!
Hér fyrir neðan eru aðeins brot af því sem hann hefur skapað- listaverk!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.