Haust 2013 línu Chanel fylgir einstaklega falleg og glitrandi förðun…
…Augnlok fyrirsætanna voru hlaðin stóru og silfruðu glimmeri á meðan restin af förðuninni var hlutlaus á Chanel sýningu sem haldin var í París á vordögum.
Húðin var höfð mött og augabrúnirnar tiltölulega skarpar. Ótrúlega fallegt að mínu mati en líklega mjög óþægilegt þar sem glimmer agnirnar voru frekar stórar en þetta ‘lúkk’ væri auðvelt að endurskapa með smærra glimmeri.
Fyrir þær sem eru að hugsa um að smella smá glimmeri á augnlokin þá mæli ég með að nota glærann gloss sem ‘lím’ undir glimmerið eða krem með nokkuð klístraðri áferð eins og Vaselín eða Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden.
Passið bara að það sé ekki mintu lykt af glossinum/kreminu eða annað sem gæti ert augun!
Tilvalið fyrir næsta partý!
______________________________________________________
[book id=’9′ /]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.