Upp á síðkastið hef ég verið rosalega upptekin af fallegum gerviaugnhárum. Það er svo gaman að setja á sig gerviaugnhár til þess að toppa augnförðunina og mér finnst gerviaugnhár einnig sérstaklega hátíðarleg.
Úrvalið af flottum augnhárum hefur aukist mikið hér á landi, sem mér finnst auðvitað bara snilld.
Persónulega er ég hrifnust af augnhárum sem eru með náttúrulegum hárum og þunnri línu, þau eru ekki eins áberandi gervileg og blandast svo fallega við þín eigin augnhár. Hér eru nokkur sem ég mæli með að þið kíkið á. Verðin á augnhárunum eru á bilinu 1000-1690 kr.
Tanya Burr
Tanya Burr augnhárin eru nýkomin til landsins og eru alveg hrikalega flott. Stelpan sem hannar þessi augnhár er stór YouTube stjarna frá Bretlandi.
Ég hef svo gaman af því að fylgjast með þessari stelpu, því ég er búin að horfa á hana vaxa og dafna á YouTube nánast síðan hún byrjaði á YouTube.
Augnhárin frá Tanya Burr fást á heimkaup.is, Hagkaup og í Lyf og heilsu.
_________________________________________________________________________
Red Cherry
Sjúklega flott aughár.
Augnhárin frá þessu merki hafa oft verið kennd við Kim Kardashian en hún er ein af þeim sem hafa dásamað þessi augnhár mikið.
Augnhárin frá Red Cherry fást á Facebook síðu RedCherry á Íslandi.
__________________________________________________________________________
SocialEyes
Falleg augnhár í miklu úrvali. Það ættu allir að geta fundið augnhár við hæfi frá SocialEyes.
Augnhárin fást inn á haustfjord.is. SocialEyes heldur einnig úti skemmtilegri instagram síðu #socialeyeslash
_________________________________________________________________________
Models rock
Önnur týpa af ótrúlega fallegum augnhárum, þau eru sviðuð hinum með þunnri línu og náttúrulegum augnhár og til í mörgum mismunandi týpum.
Augnhárin fást á nola.is
_________________________________________________________________________
Prófaðu þig endilega áfram með gerviaugnhár. Það ættu allir að geta fundið eitthvað flott við sitt hæfi og þetta gerir áramótalúkkið æðislegt. Svo mikið drama og glamúr.
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com