Red Cherry augnhárin þekkja eflaust einhverjir en þessi augnhár hafa verið mjög vinsæl erlendis síðastliðin ár.
Augnhárin eru algjört æði þar sem þau eru með þunnri línu og náttúrulegum hárum og hægt er að nota hver og ein oft.
Mig langar til að segja ykkur aðeins frá betur frá þeim en þau eru nú komin í sölu hérlendis í svakalega góðu úrvali (yfir 40 tegundir).
Gréta Baldursdóttir er umboðsaðili augnháranna og heldur hún úti facebook síðunni -> Red Cherry augnhár.Heildsala.
Augnhárin eru eins og er einungis fáanleg í Make up gallery snyrtivöruverslun á Akureyri, en Gréta er mjög spennt fyrir samstarfi við fleiri rekstraraðila um land allt.
Ég valdi mér fimm mismunandi gerðir af augnhárum til þess að prufa. Hér fyrir neðan má sjá hver fyrir sig og á neðstu myndinni er hægt að sjá samanburð á öllum.
MADISON #73
Þessi aunghár finnst mér æðisleg, þau eru “ekki of mikið og ekki of lítið”. Fullkomin til þess að gera mann pínu skvísulegan
CHARKA #102
Þessi augnhár, gefa svaka flott drama. Þau eru ekta svona djamm augnhár fyrir þær sem vilja vera með áberandi og með flott augnhár. Mér finnst þessi geðveikt flott og ég á eflaust eftir að nota þau mikið þegar ég fer út á lífið.
GIOVANNA #304
Þessi augnhár gefa brjálaða þykkingu og brjálaða lengd. Þau eru fyrir þær sem vilja fara “all in”. Ekta djamm augnhár eins og þessi sem ég sýndi ykkur fyrir ofan.
SAGE #523
Þessi eru mjög náttúruleg og falleg. Ég gæti alveg hugsað mér að nota þessi jafnvel að degi til þegar maður er að fara eitthvað aðeins fínna.
STEVI #43
Þessi augnhár eru alveg uppáhalds. Þau gefa fullkomna lengd og fullkomna þykkt. Ég mun líklega nota þau langmest en ég fýlaði mig sjúklega vel með þau!
1) MADISON #73
2) CHARKA #102
3) GIOVANNA #304
4) SAGE #523
5) STEVI #43
STEVI #43 eru mín uppáhalds! Hver eru þín uppáhalds?
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com