Hér kemur frábært kennslumyndband frá förðunarfræðingnum Samantha Chapman. Í myndbandinu sýnir hún okkur hvað á að gera og það sem mikilvægara er, hvað á ekki að gera…
…Sumum finnst þetta kannski mjög augljóst en aldrei er góð vísa of oft kveðin! Það sem að hún talar um sem ‘dont’s‘ er meðal annars of dökkur farði, gervilegar augabrúnir og klessulegur augnskuggi. Sammála henni þar!
Hér er Youtube-síðan hennar Sam Chapman sem margir kannast við sem eina af Pixiwoo systrunum sem hafa gert ótal förðunar-kennslumyndbönd fyrir sína sameiginlegu Youtube síðu.
Það er óhætt að segja að hún líti muuun betur út á vinstri hliðinni (sinni hægri)!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=3unPO0SWq6Y&feature=g-all-u[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.