Á Prada tískusýningunni fyrir haustið 2014 mátti sjá sérstaka förðun…
…Á augnhárin hafði verið borinn maskari…nokkrar umferðir, þannig að augnhárin límdust saman og minntu helst á köngulóafætur.
Klesst augnhárin voru svo toppuð með ýmist rauðum varalit eða bláum augnskugga.
Það var förðunarfræðingurinn Pat McGrath sem hafði yfirsýn með förðuninni.
Hönnuðurinn Miuccia Prada vildi ná fram ákveðnum ófullkomnleika í förðuninni og fékk því nokkrar fyrirsætur til að setja varalitinn á sig sjálfar.
„Ég mun standa mig svo illa, ég hef aldrei sett á mig rauðan varalit,“ sagði ein fyrirsætan þegar hún tók við varalitnum frá McGrath. „Taktu þér þinn tíma elskan, ekki gera þetta illa,“ sagði McGrath stressuð.
Eins og sjá má á myndunum fyrir neðan var útkoman…nýstárleg.
Allar myndir eru fengnar að láni frá Style.com.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.