Á sýningarpöllunum fyrir haustið 2012 kenndi ýmissa grasa í förðun. Jarðlitir verða áberandi í sambland við framtíðarsýn og óhefðbundin form, t.d. í augnförðun.
Margir litir í bland
Hægt er að leika sér endalaust með þetta trend! Það er hægt að nota bæði augnskugga, blýanta, eyeliner og maskara til þess að ná fram þessu útliti á þann hátt sem þér þykir skemmtilegastur og þægilegastur.
Prófaðu: YSL Volume Effet Faux Cils maskarann í bláu eða Fluidline gel eyeliner frá MAC í litnum Macroviolet.
Berjalitaðar varir
Hafa verið vinsælar um nokkurt skeið, og núna í mýkri kantinum og frekar mattar.
Prófaðu: Rich Lip Color varalit frá Bobbi Brown í litnum Twig.
Bleikar eplakinnar
Fallegar, frísklegar og geta gert kraftaverk!
Passaðu bara að hafa restina af andlitinu frekar hóflega farðaða; fallega húð, maskara og hóflegan varalit í svipuðum tón og kinnarnar.
Prófaðu: Her Blooming Cheek kinnalit frá MAC eða Pot Rouge kremkinnalit í Powder Pink frá Bobbi Brown.
Áberandi eyeliner
Kisueyeliner er alltaf vinsæll en í þetta skiptið verður hann meira áberandi, í þykkari línu og nær lengra út fyrir augun.
Prófaðu: Art liner frá Lancôme fyrir fullkominn, svartan eyeliner.
Falleg húð
Alltaf í tísku og gerir hvaða förðun sem er fallegri. Höfuðatriði er að hugsa vel um húðina en það eru einnig til margir primerar og krem sem veita henni aukna fegurð undir farða. Þess má geta að húðin verður mattari en oft áður.
Prófaðu: Matte Perfecting Primer frá Esteé Lauder og húðvörurnar frá Ole Henriksen.
Nýttu þér úrvalið hjá snyrtivörumerkjum landsins og gerðu trendin að þínum eigin. Möguleikarnir eru endalausir!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com