Þetta lúkk bjó ég til um helgina sem leið og var voða sátt með útkomuna; Sterk augnförðun og fjólubrúnar varir.
Mér hefur alltaf þótt gaman að gera ýktar glam farðanir og það fer mér ágætlega að mála mig mikið.
Það hentar samt sem áður ekki vel að mála mig mikið dagsdaglega, þar sem ég er nú bara heima með soninn á daginn að knúsast í honum… og það er líka ekkert gaman að vera alltaf mikið máluð, – en ég elska að leika mér að gera alls konar um helgar og gera ýktar farðanir þegar ég fer eitthvað.
Ég er búin að vera fíla þessi augnhár vel, þau eru vel löng og dramatísk, – Red Cherry nr 102
Hér má sjá vörurnar sem ég notaði í augnförðunina. Ég notaði vörurnar í þeirri röð sem númerin raðast upp í.
Augnförðunin
- MAC paint pot í litnum Painterly
- Chanel augnskuggi númer 112
- Make up geek augnskuggi í litnum Chickadee
- Make up geek augnskuggi í litnum Coco bear
- Elf long-lasting augnskuggi í litnum Soriee
- Make up geek augnskuggi í litnum Ice queen
- Make up store glimmer í litnum Nova
- L’Oreal gel eyeliner
- Lancome maskari af gerðinni hypnose drama
- Red Cherry augnhár númer 102
Varir 💋
Ég blandaði þrem blautum varalitum saman til að búa til litinn sem er á vörunum.
Ég byrjaði á að setja þann brúna á, setti svo mokka litinn í yfir á miðjuna og svo bleika litinn yfir allt.
OFRA varalitir (liquit lipsticks) í litunum Staten island og Mocha og OCC lip tar í litnum Mannequin.
Ofra vörurnar fást inn á fotia.is og OCC vörurnar inn á occmakeup.com
Vonandi gefur þessi förðun ykkur hugmyndir til að prófa ykkur áfram í páskafríinu.
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com