Tara Brekkan Pétursdóttir er sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur sem hefur verið að gera það gott undanfarið, hún hefur m.a. starfað hjá MAC, No name, í sjónvarpi og einnig hefur hún haldið förðunarnámskeið.
Tara er gift, tveggja barna móðir og hennar helstu áhugamál eru fyrst og fremst förðun en einnig að ferðast, vera með fjölskyldunni, dansa, mála, tónlist, teikna og vera í góðra vinahópi.
Tara heldur úti lífsstílsblogginu makemyday.is, en hún er einnig mjög virk á Snapchat (tara_makeupart) og heldur einnig úti YouTube rásinni „Tara Brekkan“ þar sem hún setur inn förðunarmyndbönd.
Ég fékk að spyrja þessa skvísu nokkurra spurninga sem tengjast förðun og öðru pjatti.
1. Hvert er uppáhalds förðunartrendið?
Hmm, svo margt fallegt en já ég elska trendið sem er í gangi núna highlight-uð eða strobe húð. Húðin er í rauninni grunnurinn af fallegri förðun. Ef húðin er ekki í lagi þá gengur ekkert annað upp. Annars er alltaf í uppáhaldi hjá mér eyeliner og varalitur og ég er mjög veik fyrir dökkum vörum.
2. Hvaða snyrtivara er mikilvægust?
Það sem mér finnst skipta mestu máli er að undirbúa andlitið vel með kremum og primer svo allt annað komi sem best út og velja réttan lit á farða.
3. Hvaða merki er í mestu uppáhaldi hjá þér?
Ji… þetta er of erfið spurning og fer svolítið eftir hverju ég er að leitast eftir hverju sinni. Anastasia Beverly Hills vörurnar eru dásamlegar og standast alltaf væntingar að mínu mati, Becca Cosmetics, Too Faced, Blue Lagoon, Thebalm, gæti endalaust talið upp… Þetta er nokkrum númerum of erfið spurning.
4. Hvað gerirðu til að hafa húðina þína góða?
Ég þríf húðina alltaf kvölds og morgna og enda á að skola hana með köldu vatni, ég nota alltaf gott rakakrem til að halda húðinni ferskri og síðan skrúbba ég húðina og set maska 1x í viku.
Mér finnst einnig skipta máli að vera alltaf með smá farða eða BB krem þegar ég fer út, meðal annars til þess að vernda húðina fyrir, kulda, mengun og geislum sólar.
5. Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að förðun?
Já, ég myndi segja Marilyn Monroe. Alltaf flottust.
6. Notarðu brúnkukrem?
Já, stundum. Mæli hiklaust með að nota brúnkukrem frekar en að fara í ljós.
7. Hvar kaupirðu helst snyrtivörur?
Í Sephora ef ég kemst þangað eða fæ einhvern til þess að kaupa handa mér, híhí.
8. Tips í lokin handa lesendum Pjatt.is?
Brostu framan í heiminn, þá mun heimurinn brosa við þér.
Hér má sjá brot af förðunarvinnu Töru, hæfileikarík stelpa hér á ferð:
- Snapchat: tara_makeupart
- Instagram: makeupart_tara
- Facebook: Tara Brekkan Makeup Artist
- Facebook2: Törutrix
- Makemyday.is
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com