Ég er klaufi þegar kemur að blautum eyeliner, hef átt mjög erfitt með að gera eins línu báðum megin og náð að skvetta úr penslinum út um allt
….augnlínan er vanalega ekki flott fyrr en eftir margar misheppnaðar tilraunir og tuttugu eyrnapinna til að laga, en núna..
Þurr eyeliner
Núna er ég farin að nota eyeliner sem ég þarf ekki að bleyta upp í en gefur ótrúlega fína og flotta línu, hann heitir Kohl cake liner frá Bobbi Brown og galdurinn er í penslinum Smokey eyeliner brush, hann er í breiðari kantinum en mjög auðvelt er að stýra honum og ég er allt í einu farin að geta gert augnförðun eins og á henni Audrey hérna.
__________________________________________________________________________
Smokey förðun
Eins og nafnið gefur til kynna þá er Smokey eyeliner brush líka fullkominn fyrir smokey förðun, en þá er gerir maður aðeins þykkari línu og nuddar hana aðeins með burstanum út í augnskuggan sem þú notar við.
Það klæðir bláeygar konur mjög vel að vera með brúntóna smokey, þar sem brúnn dregur fram bláa lit augnanna og brúneygum konum klæða fjólubláir tónar til að draga fram lit augnanna.
__________________________________________________________________________
Blautur eyeliner
Þrátt fyrir að velja oftast auðveldu leiðina og bleyta ekki upp í eyelinernum þá hef ég líka prufað að gera það og nota mjórri pensil, ég var ánægð með útkomuna.
Eyelinerinn hélst vel á án þess þó að vera pikkfastur eins og sumir sem ég hef átt og þurft að kaupa sérstök efni til að ná af augunum.
Mæli eindregið með að þú prófir þessa vöru frá Bobbi Brown ef þú hefur hingað til átt í basli með að gera á þig fallega eye-liner línu.
__________________________________________________________________________
Hér að neðan eru nokkur lúkk í viðbót sem þú getur náð með Kohl cake eyeliner frá Bobbi Brown.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.