Förðun: Einfaldaðu líf þitt með með Color Switch

Förðun: Einfaldaðu líf þitt með með Color Switch

Screen Shot 2015-12-10 at 9.13.25 PM

Color Switch er snilldar vara fyrir þær sem eru duglegar að nota augnskugga.

Veramona_ColorSwitch_cleanbrush

Margir þekkja hvað það getur verið pirrandi að þurfa að nota mismunandi bursta fyrir sitthvora augnskuggaliti og skíta þá alla burstana út eða nota burstahreinsir alltaf á milli.

En nú er komin vara á markað sem gerir þér kleift að nota bara einn bursta sem þú getur þá snögglega hreinsað á milli.

Þú getur t.d. notað fljólubláan augnskugga og hreinsað með því að nudda burstanum í Color Switch og farið svo t.d. beint í brúnan og allt verður hreint og fínt.

Afhverju hafði engum dottið þetta fyrr í hug? Ég elska svona hönnun sem einfaldar lífið.

Color Switch fæst hér og kostar um 2.500 ISK

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest