Reykjavik
18 Mar, Monday
5° C
TOP

Förðun: Einfaldaðu líf þitt með með Color Switch

Screen Shot 2015-12-10 at 9.13.25 PM

Color Switch er snilldar vara fyrir þær sem eru duglegar að nota augnskugga.

Veramona_ColorSwitch_cleanbrush

Margir þekkja hvað það getur verið pirrandi að þurfa að nota mismunandi bursta fyrir sitthvora augnskuggaliti og skíta þá alla burstana út eða nota burstahreinsir alltaf á milli.

En nú er komin vara á markað sem gerir þér kleift að nota bara einn bursta sem þú getur þá snögglega hreinsað á milli.

Þú getur t.d. notað fljólubláan augnskugga og hreinsað með því að nudda burstanum í Color Switch og farið svo t.d. beint í brúnan og allt verður hreint og fínt.

Afhverju hafði engum dottið þetta fyrr í hug? Ég elska svona hönnun sem einfaldar lífið.

Color Switch fæst hér og kostar um 2.500 ISK

Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com