Þegar maður hefur áhuga á förðun og húðumhirðu þá lærir maður alltaf ný trikk til að líta betur út. Eitt af því nýjasta sem ég hef lært er hvað kremaður kinna- og varalitur getur gert mann frísklega og sæta.
Bobbi Brown er með mikið úrval af þessum kremuðu kinna- og varalitum í mismunandi litum svo allir finni við sitt hæfi.
Það fer okkur flestum á norðurslóðum vel að bæta smá roða eða “hita” í kinnarnar og við það lítum við bæði frísklegri og unglegri út. Það sem gerist með aldrinum er að ljóminn fer úr húðinni og meira þarf til að við fáum náttúrlegan roða í kinnar og varir.
Bobbi Brown kom einmitt í Today Show um daginn og sýndi hvernig maður á að nota “Pot Rouge for lips and cheeks” og þar sést glögglega hversu mikið útlitið breyttist til hins betra.
Ég er orðin algjörlega háð lit sem heitir Fresh melon og er nr. 24, en hann gefur mér fallegan ljóma og hita í kinnar ásamt flottri áferð á vörum en ég hef verið að setja hann yfir bleiktóna varasalva.
Mér fannst hann sérlega flottur þegar ég var búin að fá smá lit í sumar og mæli með honum. Fresh Melon er svona kóral-litur en í haust ætla ég að fá mér þessa snilldarvöru í bleikari tón eins og Pale Pink.
Endilega kíkið á myndbandið með Bobbi Brown HÉR!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.