Appelsínugulur varalitur er greinilega heitasta förðunartrendið fyrir sumarið en appelsínugular tónar í förðun hafa verið áberandi bæði á rauða dreglinum og í tískutímaritum undanfarið…
…Appelsínugulir litir fara einstaklega vel með sólbrúnni húð og því gæti appelsínugulur varalitur verið skemmtileg tilbreyting frá dekkri tónum í sumar.
Morange frá MAC er minn uppáhalds appelsínuguli varalitur en hann er mjög þekjandi og skær. Í Vivids línunni frá Maybelline er einnig fallegur og sumarlegur appelsínugulur litur.
Persónulega finnst mér appelsínugulur varalitur njóta sín best með látlausri augnförðun og ljómandi og sólbrúnni húð en það má alltaf ‘feika’ sólbrúnkuna með smá sólarpúðri.
Sumarlegt og skemmtilegt trend!
______________________________________________________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.