Það gleður mig svo að sjá hversu margir eru farnir að klæðast litum, og skærum litum í þokkabót!
Ég er líka svakalega ánægð með hvað öll helstu trendin eru orðin einstaklingsmiðuð! Þetta er mjög góð þróun, fatalega og förðunarlega séð. Við getum öll valið það sem við erum hrifnust af og blandað því við okkar eigin stíl, það er ekki jafn mikið verið að reyna móta alla í sama form.
Í sumar hefur verið mikið um skæra og sterka liti, skemmtilega mikið í förðunarvörum og mikið af þessu verður áfram vinsælt í haust. Það er svo einfalt að bæta við einu neon hér og þar, án þess þó að stíga of langt út fyrir sinn eigin þægindaramma.
Litaður maskari getur breytt ótrúlega miklu og jafnvel að setja hann bara á endana yfir þennan venjulega eða nota okkar dökka á efri og litaðann á neðri augnhárin ef við viljum ekki of mikið í einu.
Augnblýanta í allskonar litum má nota til að poppa upp hefðbundnara útlit. Neon varalitir eru einföld leið til að bæta skærum lit á andlitið, það er alltaf hægt að stjórna hversu mikið áberandi liturinn verður.
Naglalökk í allskonar neon og skæru eru hugsanlega þægilegasta leið til þess að poppa upp hefðbundnara útlit með litum. Kíktu hér á litríkt úrval…
Katla lærði tísku og ljósmyndaförðun hjá Línu Rut haustið 1994. Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist förðun, húð, tísku,útliti og hönnun. Katla hefur einnig sótt ljósmyndanámskeið, lært fatahönnun og saum og lokið einkaþjálfaranámi.
.