Mér finnst oft ríkja svolítill misskilningur varðandi notkun sólarpúðurs. Oft vantar fókus á hvað er verið að gera þegar notað er sólarpúður og afhverju það er notað.
Ekki nota sólarpúður bara til að nota það, hugsaðu hvað þú ert að gera og hvort þú þurfir þess endilega. Ákveddu hvort þú ætlir að:
Skyggja andlitið, þ.e. draga fram skuggana í andlitinu sem eru til staðar.
Til að ná fram smá brúnku í andlitið.
Ef svarið þitt er það fyrra hafðu þá í huga að skygging í andliti er ekki hugsuð til þess að ná fram meiri brúnku í andlitið. Heldur til þess að móta, ,,leiðrétta” og draga fram náttúrulega skugga andlitsins.
Þess vegna er skyggt undir kinnbein, undir/á kjálkabein, á enni, höku og svo framvegis eftir því sem hentar andlitslagi hvers og eins. Það skiptir ekki máli hvernig húðliturinn þinn þ.e. hvort þú ert með dökkan, ljósan, með brúnkukrem eða ekki, þú getur alltaf skyggt andlitið og tilgangurinn er ekki til þess að ná fram meiri brúnku. Hér má sjá dæmi um vel heppnaða skyggingu í andliti:
Ef svarið þitt er að kalla fram brúnku hafðu þá í huga að þegar sólarpúður er notað til þess þá er það sett á þau svæði sem við verðum náttúrlega brún frá sólinni (eins og á kinnar og nef).
Þess vegna er ekki notuð skyggingartækni til þess að reyna að ná fram brúnku. Það verður enginn neitt sérstaklega brúnn undir kinnbeinunum frá sólinni sem dæmi. Hér má sjá dæmi um þegar sólarpúður hefur verið notað til að ná fram brúnku með góðum árangri:
En ef þú villt bæði ná fram brúnku og skyggja andlitið með sólarpúðri, þá geturðu alveg notað báðar aðferðir í einu en þá myndi ég passa mig á því að nota bara lítið af vörunni, annars áttu í hættu á að enda með sólarpúður um allt andlit, fókusinn farinn og útkoman yfirleitt ekki til prýði.
Gangi þér vel!
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com