KENNSLA: 7 förðunar ráð fyrir konur sem eru 40 ára og eldri

KENNSLA: 7 förðunar ráð fyrir konur sem eru 40 ára og eldri

Jennifer Aniston er 46 ára

Það gilda ekki sömu förðunarprinsipp fyrir 45 ára konur og þær sem eru um tvítugt. Allur aldur hefur sinn sjarma en það er oft hætt við að það fari lítið fyrir sjarmanum ef fólk fórnar klassanum fyrir unggæðingslegan klæðaburð, – og förðun.

Eftir því sem við eldumst verður ein regla mikilvægari en áður – Less is more. Hugsaðu fyrst og fremst um húðina þína, hreinleika hennar og raka. Og farðu varlega með augnskuggapallettuna.

Kate Moss er 41 árs

1. Passaðu vel upp á augnhárin þín

Augnhárin styttast með aldrinum. Þessvegna er gott fyrir okkur að nota maskara sem lengir augnhárin. Notaðu frekar svartan en brúnan og ekki bera maskara á neðri augnhárin því það dregur athyglina að svæðinu undir augunum. Gættu þess líka að hamast aldrei á augnhárunum þegar þú fjarlægir maskara. Best er að nota maskara sem fer auðveldlega af.

2. Notaðu hyljara

Við dökknum kringum augun með aldrinum svo allar konur ættu að eiga hyljara sem virkar vel fyrir augnsvæðið. Við mælum með td. YSL touche éclat og Guerlain. Hyljarinn frá Helenu Rubinstein er svo aftur góður á bletti og bólur.

3. Ekki nota svartan eyeliner

Notaðu brúnan eða mildan eyeliner til að skerpa á augnsvæðinu. Svartur gerir mann oft of grimmilegan með aldrinum. Grimmhildur grámann var t.d. alltaf með svartan eyeliner.

4. Ekki nota dökka varaliti

grimmhildur
Grimmhildur alltaf frekar mikið máluð, og með svartan eyeliner.

Þeir eru æðislegir þegar þú ert tvítug og ekki komin með hænurassinn kringum varirnar (fíngerðu litlu hrukkurnar við efrivör). Dökkur varalitur lætur varirnar á þér virka þynnri þannig að ef þú vilt að þær virðist aðeins fyllri þá skaltu nota ferskjulitaðan eða ljósbleikan og varablýant í stíl.

5. Notaðu léttan eða mildan farða

Ekki velja þykkt meik. Veldu frekar kremað eða froðukennt meik sem leggst létt á húðina. Þykk meik setjast í línurnar.

6. Hugsaðu vel um augabrúnirnar

Augabrúnir sem eru rétt plokkaðar geta yngt þig upp um nokkur ár. Notaðu blýant eða skugga til að fyla inn þar sem hárin vantar í augabrúnirnar. Helst ögn dekkri en náttúrulegur litur þinn er.

7. Notaðu náttúrulegan kinnalit og púður

Húðin roðnar eftir því sem við verðum eldri svo það er gott að forðast rauða, brúna eða bleika kinnaliti. Notaðu frekar milt sólarpúður og farðu nokkuð sparlega með það.

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest