Förðun: 3 hlutir sem ég þrái að eignast úr Sephora

Förðun: 3 hlutir sem ég þrái að eignast úr Sephora

xsephora

Mig langar að deila með ykkur vörunum sem eru á óskalistanum frá förðunarkeðjunni Sephora þessa stundina. Ég get eytt endalausum tíma inn á Sephora.com og skoðað og skoðað.

Ég er alltaf sjúk í allt sem fæst ekki hér heima, það er alveg ótrúlegt! Þetta er það sem mig bráðvantar þessa stundina:

Huda beauty augnhárin

s1725654-main-hero-300

Augnhárin hennar Hudu eru geðsjúk. Ég elska að fylgjast með þessari skvísu, en hún er bjútígúru sem er orðin gríðalega vinsæl um allan heim. Augnháralínan hennar er nýdottin inn á Sephora. Mig langar mest í Scarlett týpuna.

IMG_4246


Kat Von D Lock it farðann

s1398858-main-hero-300

Mig hefur lengi langað að prófa þennan farða, en hann þekur víst einstaklega vel. Kat Von D er annar förðunarfræðingur sem gaman er að fylgjast með, – hún er einnig með sína eigin förðunarlínu sem seld í Sephora.

1426858375_kat-von-d-makeup-zoom


Farða droparnir frá COVER FX
p394579-av-01-hero300

Droparnir eru í raun litadropar og virka þannig þeim er bætt annaðhvort út í kremið, meikið eða serumið og eru þeir hannaðir til þess að byggja upp lit. Því fleiri dropa sem þú lætur út í, því betri hulu færðu (coverage).


Spurning að fá einhvern til að hendast í Sephora?! 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest