1. LÁTTU HÚÐINA LJÓMA
Francesa Tolot, förðunarmeistari Beyonce, notaði La Mer Body Moisturiser á líkama söngdívunnar þegar hún farðaði hana fyrir auglýsingamyndatöku á ilminum Heat sem sjá má á myndinni hér að ofan.
Eftir það setti hún Glam Bronze Powder frá L’Oreal í lófana og bar á hana. Útkoman alveg ómótstæðilega fallegt hörund eins og sjá má á myndinni (reyndar líka soldið fótósjoppað).
Body kremið frá La Mer fæst aðeins í Sigurboganum á Laugavegi.
__________________________________________________________________
2. AF MEÐ DAUÐAR HÚÐFRUMUR
Joanna Schlip sér um að undirbúa Evu Longoriu fyrir stóra viðburði og eitt af því sem hún leggur mikla áherslu á er að nota skrúbb. Hún blandar saman bolla af sykri og hálfum bolla af ólífuolíu og nuddar svo húðina meðan hún er rök með blöndunni.
Prófið að gera þetta heima og þú átt ekki eftir að trúa því hvað húðin verður mjúk og falleg. Einnig er hægt að kaupa æðislegan sykurskrúbb frá Burts Bee’s sem inniheldur m.a. granatepli og trönuber og L’Occitane, Body Shop og Clinique gera líka marga dásamlega skrúbba. Það er alveg nauðsynlegt að nota góðan skrúbb vikulega.
__________________________________________________________________
3. BERÐU VARLEGA Á BRINGUNA
Húðin okkar er viðkvæmari og þynnri á sumum stöðum en öðrum. Til dæmis hálsinn, kviðurinn og bringan. Þessvegna er gott að fara svolítið varlegar í að nota skrúbb á þessi svæði.
Óhætt er að mæla með hreinsiklútnum frá Kanebo sem hefur einstaklega mýkjandi eiginleika fyrir húðina.
Einnig er gott að nota andlits-skrúbb á háls og bringu í staðinn fyrir líkams-skrúbbinn.
__________________________________________________________________
4. TAKTU OLNBOGANA Í GEGN
Sumar konur lenda í því að fá mjög dökka olnboga og hné eftir sólböð. Þetta getur komið svolítið einkennilega út. Þú þarft ekkert að fara varlega í húðina á þessum svæðum.
Til dæmis er frábært ráð að skera sítrónu í tvennt, strá sjávarsalti ofan á og nudda svo olnboga og hné með sítrónunni. Skola vel á eftir.
Þetta ráð kemur frá förðunarfræðingi Jennifer Lopez sem undirbjó hana fyrir óskarsverðlaunahátíðina 2008.
__________________________________________________________________
5. EKKI FARA Í VAX
Ef þú ætlar að gera eitthvað sérstakt, eins og að mæta í brúðkaup eða fara á frumsýningu, skaltu EKKI fara í vax.
Vaxið getur oft orsakað inngróin hár og rauða bletti.
Ef þú notar rakvélina eru mikið meiri líkur á að leggurinn líti betur út, svo geturðu alltaf notað háreyðingakrem en aðeins ef þú veist að þau eru örugg fyrir þína húð.
__________________________________________________________________
6. NOTAÐU MIKIÐ MEIRA BODYLOTION
„Jennifer Aniston notar ekki meik eða sjálfbrúnku á fótleggina sína, bara ‘body lotion'“ segir sérlegur förðunarfræðingur leikkonunnar, Angela Levin.
Við mælum t.d með body lotion frá Biotherm, L’Occitane, Elizabeth Arden, Eucerin eða bara Nivea ef þú vilt eitthvað ódýrara. Svo má alltaf taka kókosolíuna.
__________________________________________________________________
7. NOTAÐU OLÍU Í BAÐIÐ
Það gefur ofsalega fallegan glans á húðina að nota olíu en ef þú notar of mikið getur hún farið í fötin þín og orðið erfið viðureignar.
Prófaðu frekar að setja nokkra dropa í baðvatnið. Slakaðu á í vatninu í smá stund og þurrkaðu svo af með handklæði. Einnig geturðu borið olíuna á þig strax eftir stutuna og jafnvel í sturtunni sjálfri.
Frá BioTherm kemur æðisleg olía, Huile De Douche – Oil Therapy, sem gerir húðina dásamlega fallega við reglubundna notkun. Algjört möst að eiga á sumrin. Blue Lagoon gera líka mjög góða baðolíu sem óhætt er að mæla með.
__________________________________________________________________
8. NOTAÐU RÉTTU TAKTANA MEÐ BRÚNKUKREMIÐ
Sumir sérfræðingar kjósa að nota einskonar púða til að bera á brúnkukrem. Samskonar og eru í púðurdósinni þinni.
Þá pumparðu brúnkukreminu í púðann og berð á með hringlaga hreyfingum.
Farðu mjög létt yfir hné og olnboga til að þau svæði verði ekki of dökk og mundu að vera búin að nota skrúbb áður.
__________________________________________________________________
9. HÁRÞURRKAN KEMUR AÐ GÓÐUM NOTUM
Sú sem sér um að gera Jennifer Lopez flotta fyrir viðburði notar hárþurrku til að þurrka fyrstu umferðina af brúnkukremi. Hún segir að liturinn komi þannig betur í ljós, verði jafnari og fallegri.
Þá sé einnig hægt að sjá hvar hægt er að bæta við til að liturinn verði jafn og fallegur.
Taktu líka eftir því að stundum eru sum svæði brúnni en önnur, til dæmis er algengt að bringan og handleggirnir séu dekkri en fæturnir.
Ef þú ferð í kjól skaltu jafnvel bera tvisvar á fótleggina til að jafna svæðin út.
__________________________________________________________________
10. LÝSTU UPP RÉTTU SVÆÐIN
Ef allur líkaminn er alveg eins á litinn er hætt við að brúnkan verði of áberandi ‘gervileg’.
Til að koma í veg fyrir þetta er mjög sniðugt að nota ‘shimmer’ krem á vissa staði.
Til dæmis á bringubeinin, herðablöðin, framan á sköflungana og á beinið sem liggur frá olnboga og að litla fingri.
Þetta mótar jafnframt líkamann og gerir ásýndina fallegri ef þú ert t.d. í flegnum kjól.
__________________________________________________________________
11. BURSTAÐU HÚÐINA!
Þurrburstun, líkt og aðrar aðferðir til að losna við dauðar húðfrumur (e.exfoliation) mun alltaf gera húðina þína fallegri, bjartari og jafnari.
Ef þú prófar að þurrbursta húðina þína daglega áttu líklegast eftir að sjá mun eftir aðeins eina viku.
Sérstaklega ef þú berð strax body lotion á þig á eftir!
__________________________________________________________________
Pjattrófurnar vona að þú hafir haft gagn og gaman af þessum ráðum. Þú átt eftir að njóta þín enn betur í fallega sumarkjólnum ef þú ferð jafn vel með húðina á líkamanum og í andlitinu. Mundu að hún elskar raka svo ekki hika við að bera á þig fyrir háttinn líka ef þú ert með extra þurra húð.
Gleðilegt sumar!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.