15 snyrtivörur sem stóðu upp úr á árinu 2015

15 snyrtivörur sem stóðu upp úr á árinu 2015

annika

Jæja þá er árið 2015 við það að klárast og finnst mér því rétt að fara yfir þær vörur sem stóðu upp úr á árinu hjá mér.  Á hverju ári rekst maður jú alltaf á eitthvað nýtt og spennandi sem hittir í mark.

Ég bjó til lista með mínum uppáhalds vörum fyrir árið 2015. Ég hvet ykkur að skoða þessar vörur, þið verðið alveg örugglega ekki vonsvikin!

 1 MAC studio fluid farðinn

mac_sku_M6JC01_640x600_0

Þessi farði er algjört æði. Ég nota hann oftast þegar ég er að fara eitthvað fínt frekar en hversdags. Hann þekur vel og húðin verður lýtalaus. Fæst í MAC Kringlunni & Smáralind

2 MAC Pro longwear hyljarinn

MAC-Concealer-Pro_Longwear_Concealer

Þessi hyljari er algjör snilld til að lýsa undir augun. Hann hefur verið í miklu uppáhaldi þetta árið. Léttur en hyljur vel og lýsir upp. Fæst í MAC Kringlunni & Smáralind

3 Bourjois healthy mix farðinn

71+CWZ9nSEL._SL1500_

Þennan farða hef ég mikið notað þetta árið. Ég nota þennan mest sem hversdags. Hann er á góðu verði en lítur samt út fyrir að vera eins og dýrari farðarnir þegar hann er settur á, því gæðin eru það góð. Fæst t.d. í Hagkaup og apótekum

4 Laura Mercier setting púðrið

Laura-Mercier-Beyond-the-Crown-Blog

Keypti þetta púður frekar seint á árinu, en hef notað það endalaust síðan ég fékk það í hendurnar. Þetta er í raun ósýnilegt púður. Tekur glansinn 100% og hjálpar til við að lýsa upp svæði eins og undir augum. Fæst hér 

5 BIOEFFECT 30 daga húðdroparnir

3d3c548c430d824fa7b7c22bc7796987

Þetta eitt það besta serum er það besta sem ég hef prófað. Varan kemur í þrem glösum og er hvert og eitt glas notað í 30 daga í senn og svo er tekin pása á milli. Gefur húðinni algjört boozt. Fæst t.d. í Hagkaup.

6 Essie Chinchilly naglalakkið

13249630

Ég elska Essie naglalökkinn og hefur þessi litur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér þetta árið. Liturinn heitir Chinchilly. Fæst t.d. á heimkaup.is

7 The Balm – Mary Lou Manizer highliterinn

tumblr_nykvjvBrdk1umpf96o1_500

Highliterinn Mary Lou Manizer frá The Balm hefur algjörlega slegið í gegn á árinu 2015, enda æðislega flottur. Sjúklegur á kinnbeinin. Fæst inn á lineup.is

8 Morphe G23 burstinn

G23

Þessi bursti frá Morphe er algjör snilld til að bera highliter á kinnbeinin og nef. Fæst inn á fotia.is

9 Red Cherry augnhárin númer 43

1519_red cherry_43

Þessi augnhár frá Red Cherry hafa verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér á þessu ári. Þau gefa augunum einstaklega flott yfirbragð. Red Cherry augnhárin eru líka svo þæginleg því þau eru svo endingargóð. Það er hægt að nota sama parið margoft án þess að það skemmist. Fæst inn á lineup.is

10 MAC Zoom fast black lash maskarinn

mac-zoom-fast-black-lash-mascara

Hef elskan þennan maskara frá MAC í mörg ár. Þetta ár var enginn undantekning, svo auðvitað skellti ég honum með. Hann er sérstaklega flottur á neðri augnhárin finnst mér. Maskarinn heitir Zoom Fast Black Lash. Fæst í MAC kringlunni & smáralind

11 Milani varalitur í litnum Matte naked

MLSN-61-Color_Statement_Lipstick_Matte-Naked

Matte naked varaliturinn frá Milani er hinn fullkomni nude varalitur að mínu mati. Gerir varirnar mattar án þess að þurrka þær. Fæst inn á haustfjord.is

12 Dove hárnæring

dove-nourishing-oil-care-daily-treatment-conditioner

Ég rakst á þessa hárnæringu þegar ég var í heimsókn í Eyjum hjá mömmu og prófaði hana í sturtunni. Vá þetta er ein besta hárnæring í heimi. Hún er frá Dove og fæst bara í næstu matvörubúð!

13 MAC Fix +

2800730

Þetta sprey finnst mér allir þurfa að eiga. Einstaklega ferskt og flott. Þegar ég er búin að mála mig alveg, enda ég alltaf á að spreyja þessu á til að fá ljómann aftur í húðina (stundum tapast hann örlítið þegar maður er búin að vera nota mikið af púðurvörum). Spreyið er líka mjög sniðugt ef maður vill áberandi áferð á augun. Þá spreyjaru Fix+ á burstann og dýfir svo í augnskugga/pigment og liturinn verður einstaklega áberandi og flottur. Fæst í MAC kringlunni & smáralind

14 L’Oréal Nude pallettan

picture_photo_57f778

Það verða allir að eiga eitt stykki fallega náttúrulega pallettu. Ég mæli klárlega með þessari frá Lóréal. Hef notað hana endalaust síðan ég fékk hana. Ég er týpan sem elska aungskugga og nota þá oftast daglega. Mér finnst æði að geta valið um mismunandi náttúrlega liti til að geta skellt á mig fyrir hversdags. Oftast vel ég mér bara einn lit og dreifi yfir allt augnlokið. En ef ég er t.d. að fara eitthvað, þá dúlla ég mér við að blanda nokkrum saman. Fæst t.d. í Hagkaup og apótekum

15 Garnier hreinsivatn

483036_xlarge

Þennan hreinsi má nota til að taka „allt“ af, bæði augnfarða og andlitsfarða. Ég elska þennan hreinsi. Tekur allan farða súper vel. Fæst t.d. í Hagkaup og apótekum


Ég vona að þessi listi nýtist einhverjum í leit sinni að góðum snyrtivörum, hann er persónulegur en ég efa ekki að það séu fleiri þarna úti sem munu fíla þessar vörur.

Að lokum vil ég nota tækifærið og óska ykkur geðilegra jóla og farsældar á nýju ári!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest