Eins og flestar konur á ég alltof mikið af snyrtivörum og nota ekki nema rétt helminginn af því! Það eru þó nokkrar vörur sem ég hef tekið ástfóstri við og kaupi mér aftur og aftur.
1.
Dior Show maskarinn – Hann hefur alltaf staðið fyrir sínu. Ég leyfi mér nú samt ekki að kaupa mér hann í hvert skipti sem mig vantar maskara þar sem hann er í dýrari kanntinum. Þessi maskari er algjör snilld. Lengir og þykkir mjög vel og klessist lítið sem ekkert! Besti maskari sem ég hef notað.
2.
MAC Snob varalitur – gæti ekki lifað án hans. Hef klárað 3 eða 4 svona. Hinn fullkomni nude varalitur sem ég nota endalaust mikið! Ég týndi einu sinni svona varalit – átti nánast engan pening en keypti mér samt nýjan og borðaði núðlur í hvert mál í viku í staðin! Svo mikið elska ég hann!
3.
Dream matte mousse farði frá Maybelline – Hef notað þennan farða mjög mikið. Hann þekur vel og helst vel yfir daginn. Kaupi hann aðallega afþví hann er ódýr. Kostar um 2.500 kr. Hefur reynst mér mjög vel.
4.
Blautur eyeliner frá Artdeco – Ég nota blautan eyeliner dagsdaglega og ég mæli sterklega með þessum! Mjög auðveldur í notkun, þægilegur oddur á honum og klessist ekkert. Hver sem er getur gert fínan kisueyeliner með honum.
5.
Rouge Dior rauður varalitur – Þar sem ég er nú algjört varalita-FRÍK varð ég hafa annan varalit á listanum. Ég nota rauðan varalit MJÖG mikið og er þekkt fyrir að hafa rauðar varir. Ég á marga rauða varaliti en þessi er algjört uppáhalds. Hann er svooo fallega rauður, gefur góðan raka og endist mjög vel.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.