Nú er orðið nokkuð langt síðan að ég tók saman lista yfir topp fimm förðunarvörurnar mínar og hér kemur sá nýjasti (en þessi listi er að sjálfsögðu alltaf að breytast og róterast þar sem ég er sannur snyrtivöruperri)…
1.
Top Secret Flash Radiance burstinn frá YSL: Þetta er snilldar primer sem kemur í túpu með bursta. Þetta ber maður á húðina 2 mínútum áður en maður málar sig og húðin verður glóandi, fersk og mjúk. Primerinn eyðir þreytumerkjum og sléttir úr húðinni…ekki slæmt!
2.
One-by-One maskarinn frá Maybelline: Þessi er snilld. Hann greiðir súper vel í gegnum augnhárin og kemur í veg fyrir alla klumpa. Ef þú villt þykk og dúkkuleg augnhár þá er þessi málið, og það besta er að hann er nokkuð ódýr.
3.
EGF Dagkrem frá Sif Cosmetics: Frábært og létt dagkrem sem hentar vel undir farða. Smígur hratt inn í húðina og gefur raka án þess að húðin verði feit. Kremið inniheldur engin paraben og hentar öllum húðgerðum.
4.
Label.m sjampó og hárnæring: Mjúkt og æðislega vel ilmandi hár, já takk! Ég skrifaði umfjöllun um daginn um þessa flottu tvennu. Hægt að lesa hana HÉR.
5.
Varaglossin frá Young blood: Þetta er alltaf í vasanum! Varaglossið kemur í litlu sætu boxi með spegli. Glossið inniheldur meðal annars bíflugnavax, e-vítamín og sólblómaolíu…sem sagt, algjör rakabomba. Svo er það bara mjög fallegt og glansandi.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.