Nú er tíminn til að spá í hvaða snyrtivörur á að kaupa fyrir veturinn og hafa pjattrófurnar verið beðnar um að velja uppáhalds snyrtivörurnar.
Þar sem ég er og hef alltaf verið óð í snyrtivörur þurfti ég að hugsa málið því ég skipti snyrtivörunum reglulega út eftir árstíðum. Það eru samt alltaf einhverjar snyrtivörur sem eru svona “must have” og þessar snyrtivörur hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér í ár.
1.
Guerlain augnskuggaboxið: Þetta er eitt það fallegasta augnskuggabox sem ég hef augum litið en litapalettan er með sex flottum augnskuggum saman í boxi sem bjóða upp á óteljandi möguleika í litasamsetningum. Augnskuggaboxið er hannað af arkitektinum India Mahdawi og boxið er frekar þungt þannig að það hentar ekki alveg til að bera í töskunni daglega. Ég geymi því mitt box á snyrtiborðinu enda algert listaverk í sjálfu sér – mjög kúl.
2.
Belle D’Opium: Ég er reyndar meira fyrir að bera á mig herrailm en dömu og á það til að blanda þeim saman og búa til mitt eigið BELLE D’OPIUM er þó dömuilmurinn sem ég nota þessa dagana. Hann er ívið mildari en Opium ilmurinn frá YSL sem var afar vinsæll 1978 en áfram seiðandi, kynþokkafullur og framandi.
3.
Ultra Lavande la Base Dewy Glow fegrunarvatnið er 100% náttúrulegt en La Base Dewy Glow er virkt vatn með réttu Ph gildi sem ég nota til að fríska mig upp fyrir og eftir förðun. Lavender ilmur með virkum græðandi eiginleikum frá nauðsynlegum olíum sem hafa orkugefandi áhrif, gefur góða orku á annasömum dögum – og húðinni aftur náttúrulega fallegan gljáa.
4.
OLE HENDRIKSEN: Ég er einstaklega hrifin af snyrtivörunum frá Ole Henriksen, express the truth hrukkukreminu og feel the difference maskanum en ég fæ aldrei nóg af maska. Þessi er líka stórkostlegur, húðin „lyftist“ frískast upp og ljómar eftir 10 mínútur á andliti og háls. Hver vara ber með sér sérstakan ilm en snyrtivörulína Ole Hendriksen er ætluð fyrir bæði kynin og unnar úr náttúrulegum innihaldsefnum.
5.
PENZIM: Penzim Gelið er íslensk framleiðsla sem ég tel vera algjört undraefni. Ég hef notað Penzim Gelið á ungan son minn frá því hann var þriggja vikna gamall en það var móðir sem ég hitti í fæðingarorlofinu sem benti mér á að bera það á drenginn meðal annars á skánina sem myndaðist í hársverðinum á barninu, ég gerði það og hvarf skánin við notkun. Penzim Gelið er orðið ómissandi í snyrtibuddunni og einnig í barnatöskunni drengurinn fær gelið reglulega á andlitið ef hann fær þurrkubletti eftir kuldann. Penzim Gelið nota ég einnig af og til sem augnkrem, dagkrem og get vottað það hér með að Penzim gelið er algert töfraefni á bruna, rispur og sár jafnvel ef þú hefur brennt þig ílla á ofni eða grilli. Penzim er hrein náttúruvara og er ódýr ca. 2.000.- kr snilld.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.