Undanfarið hefur maður verið að sjá marga selebba með skærbleikan varalit sem hefur verið svo vinsæll á tískupöllunum á seinustu misserum, en þá er spurning…fer þessi skæri litur öllum vel?
Ég held að flestir ættu að geta litið vel út með særbleikar varir en það er klárlega nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við val á lit og förðunina sem heild:
Veljið rétta litinn: Komist af því hvort að þið séuð með kalt- eða heitt yfirbragð. Þeir sem eru kaldir ættu að leita sér að bleikum varalit með bláum undirtón en þeir sem eru heitir ættu að prófa bleikan lit með appelsínugulum eða rauðum undirtón.
Prófið litinn áður en þið kaupið: Reynið að finna fullkominn lit fyrir ykkur sem þið elskið! Það er alltaf leiðinlegt að kaupa eitthvað sem er svo ekki notað. Það er mjög sniðugt að skoða litinn á vörunum í náttúrulegri birtu en ekki skæru spegla-ljósi í snyrtivörubúð.
Förðunin sem heild og einfaldleiki: Ef þú ætlar að nota svona áberandi og skæran varalit þá skaltu reyna að halda öllu öðru í lágmarki, svo sem augnförðun og kinnalit. Reyndar væri mjög fallegt að nota skærbleikann varalit við til dæmis svartan þykkan eyeliner en það hentar kannski betur á kvöldin í eitthvað fínt.
Ef maður er feimin við að prófa skærbleikan varalit þá er sniðugt að ´dúmpa´ honum laust yfir varirnar, þannig getur maður bætt lagi ofan á þegar liturinn er farinn að venjast.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.